Nuuk

Af samgöngum á Grænlandi

Hundasleðar eru mikilvæg farartæki norðan við heimskautsbaug og um 15.800 sleðahundar eru á Grænlandi. Til samanburðar má geta þess að á síðasta ári voru skráðir einkabílar 3.931 enda samanlagt gatnakerfi í Nuuk aðeins um 100 km. 

Lesa meira

Íslensk kvikmyndahátíð og ljósmyndir Ragnars Axelssonar í Nuuk

Íslensk kvikmyndahátíð var haldin í Nuuk dagana 24. og 25. maí í samstarfi aðalræðisskrifstofu Íslands, Katuaq menningarmiðstöðvarinnar í Nuuk og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Á hátíðinni voru sýndar myndirnar Andlit norðursins, Hross í oss, Eldfjall, Djúpið, Svartur á leik og Hetjur Valhallar, Þór.  Lesa meira

Hálft ár í Nuuk

Þegar ég hugsa til baka til dagsins þegar ég kom hingað fyrst til dvalar finnst mér það hafa verið fyrir nokkrum dögum, svo fljótt hefur tíminn liðið.Ég lennti í Nuuk á sólríkum sumardegi í byrjun júlí í fyrrasumar, með ferðatösku, kassa með tölvu og helstu skrifstofuvörum og íslenska fánann. 
Lesa meira