Helsinki

Kristín A. Árnadóttir í Helsinki

Óskað heilla  - 21.11.2014

Í vikunni bárust fréttir af því að skipaður hefði verið nýr utanríkisráðherra Eistlands, Keit Pentus-Rosimannus. Hún tekur við embætti af Urmas Paet sem sagði af sér í byrjun nóvember. Þá lýsti hann því yfir að níu og hálft ár í embætti væri langur tími, og breytingar væru tímabærar. Samt er Urmas Paet kornungur, fertugur á þessu ári, og tók fyrst við ráðherraembætti 2003. Keit Pentus-Rosimannus er svo sem ekki komin til ára sinna, hún er fædd 1976.

Lesa meira
Kristín A. Árnadóttir í Helsinki

Tvöhundruð og fimmtíu sjálfboðaliðar - 11.3.2014

Helsinki - Kristín A. Árnadóttir

Íslenska utanríkisþjónustan er ekki stór, enda kannski eðlilegt að svo sé ekki því við erum lítil þjóð. Við rekum tuttugu og eina sendiskrifstofu erlendis, en til samanburðar má nefna að Finnar reka níutíu og þrjár.

Lesa meira
Kristín A. Árnadóttir í Helsinki

Ekkert er  -  fyrr en samfélagsmiðlarnir hafa fjallað um það - 17.1.2014

Helsinki - Kristín A. Árnadóttir

Þetta er haft eftir Erkki Tuomioja utanríkisráðherra Finnlands. Og þá er svo mikið víst að Gunnar Bragi kom til Finnlands og gerði margt í þeirri ferð því samfélagsmiðlarnir auk þeirra hefðbundnu sýndu mikinn áhuga á Íslandi þá daga sem ráðherrann var hér í Helsinki í vikunni.

Lesa meira