Hjá alþjóðastofnunum

Hjá alþjóðastofnunum

Störf fyrir Íslendinga hjá alþjóðastofnunum

  • Hjá Alþjóðabankanum er laus til umsóknar staða sérfræðings á sviði fiskimála (Senior Fisheries Specialist) með aðsetur í Accra, Gana. Sérfræðingurinn mun starfa að fiskiverkefnum bankans í nokkrum löndum Vestur-Afríku, m.a. Nígeríu, Ghana, Líberíu og Síerra Leóne. Ráðið er til tveggja ára, með möguleika á framlengingu. Umsóknarfrestur er til og með 2. apríl 2017. Nánari upplýsingar um starfið og hæfniskröfur má finna hér  
  • Eystrasaltsráðið auglýsir eftir Senior Adviser sem mun hafa umsjón með mennta- menningar- og æskulýðsmálum. Umsóknarfrestur er til og með 23. apríl 2017.
  • Norðurskautsráðið leitar að umsækjanda í stöðu framkvæmdastjóra fastaskrifstofu ráðsins í í Tromsø, Noregi. Um er að ræða tímabundna ráðningu til fjögurra ára. Umsóknir þurfa að berast fyrir 31. mars 2017. Frekari upplýsingar er að finna á vef Norðurskautsráðlsins.

                                                                               - - - - - - - - - - -  - - - 

Ýmis tækifæri eru í boði fyrir Íslendinga sem hafa hug á störfum hjá alþjóðastofnunum. Mögulegt er að sækja beint um margvísleg störf á eigin vegum án aðkomu íslenskra stjórnvalda. Hér að neðan er að finna upplýsingar og tengla sem lúta að slíkum stöðum. Listinn er ekki tæmandi.

Sameinuðu þjóðirnar reka svonefnt Galaxy kerfi þar sem hægt er að búa til æviágrip og umsóknareyðublað (Personal History Profile) sem síðan má nýta til þess að sækja um fjölmargar stöður s.s. hjá Friðargæsludeild SÞ (DPKO), en þær eru flokkaðar bæði eftir starfsstað og tegund starfs. Fylgibréf (cover letter) fyrir einstakar stöður sem sótt er um er síðan hengt við PHP skjalið.

Upplýsingar um laus störf innan stofnana og sjóða SÞ má nálgast á eftirfarandi síðum:

UN Careers Inspira

Dæmi um helstu alþjóðastofnanir aðrar en SÞ eru: