Fríverslunarsamningar

Fríverslunarsamningar Íslands

1. EES-samningurinn

Samningur milli aðildarríkja ESB og EFTA-ríkjanna Íslands, Noregs og Liecthenstein. Samningurinn tók gildi 1. janúar 1994. Í samningnum er kveðið á um tollfrelsi fyrir allar iðnaðarvörur sem upprunnar eru í löndum samningsaðila. Jafnframt er í bókun 3 við samninginn kveðið á um tollfríðindi fyrir unnar landbúnaðarvörur og í bókun 9 er kveðið á um tollfríðindi fyrir sjávarafurðir. Ákvæði um upprunareglur er að finna í bókun 4 við samninginn. 


2. Tvíhliða samningar Íslands og ESB um tollfríðindi fyrir sjávarafurðir og landbúnaðarvörur  

a) Bókun 6 við fríverslunarsamning Íslands og ESB (þá EBE) frá 1972:

Í bókun 6 við fríverslunarsamning Íslands og ESB (þá EBE) frá 1972 er kveðið á um tollfríðindi við innflutning íslenskra sjávarafurða inn á markaði ESB. Við aðild Íslands að EES-samningnum fékk Ísland mun víðtækari markaðsaðgang fyrir sjávarafurðir en kveðið var á um í bókun 6, og er ákvæði um það að finna í bókun 9 við EES-samninginn. Hins vegar eru ákvæði bókunar 6 við samninginn frá 1972 enn í fullu gildi í þeim tilvikum er kveðið er á um betri markaðsaðgang fyrir tilteknar sjávarafurðir í bókuninni en gert er í bókun 9 við EES-samninginn.

b) Samningur með óunnar landbúnaðarafurðir:

Auk bókunar 3 við EES-samninginn, þar sem kveðið er á um tollfríðindi fyrir unnar landbúnaðarvörur, er í gildi tvíhliða samningur milli Íslands og ESB frá árinu 2007 um tollfríðindi fyrir óunnar landbúnaðarafurðir.


3. EFTA-sáttmálinn

Samningur milli EFTA-ríkjanna (Íslands, Liechtenstein, Noregs og Sviss).  Samningurinn var upphaflega undirritaður árið 1960. Ísland gerðist aðili að EFTA árið 1970. Endurskoðaður EFTA-sáttmáli tók gildi 1. júní 2002.

 

4. Fríverslunarsamningur Íslands og Kína

Fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi 1. júlí 2014. 

   

5. Fríverslunarsamningur Íslands og Færeyja (Hoyvíkur-samningurinn)

Hoyvíkursamningurinn tók gildi 1. nóvember 2006, Með honum  var komið á sameiginlegu efnahagssvæði á yfirráðasvæðum Íslands og Færeyja.Í samningnum er kveðið á um niðurfellingu tolla af öllum vörum, að uppfylltum skilyrðum upprunareglna samningsins.


6. Samningur um viðskipti milli Íslands og Grænlands

Í samningi við Danmörku um viðskipti milli Íslands og Grænlands er kveðið á um tiltekin tollfríðindi í viðskiptum milli landanna. 

Texti samningsins

  

7. Fríverslunarsamningar EFTA

EFTA-ríkin hafa gert 25 fríverslunarsamninga sem ná til alls 36 landa. Í eftirfarandi töflu má finna yfirlit yfir þessa samninga og hlekki á annars vegar íslenska þýðingu á meginefni viðkomandi samnings og hins vegar enskan texta viðkomandi samnings ásamt viðaukum.

Lönd Dags. Gildist.

Meginefni samnings

(íslenskur texti)

Samningur með viðaukum

(enskur texti)

Albanía 17.12.2009  01.10.2011 Samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Albaníu http://www.efta.int/free-trade/free-trade-agreements/albania  
Bosnia og Herzegovina 24. júní 2013 1. janúar 2015

Samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Bosníu og Hersegóvínu 


http://www.efta.int/free-trade/free-trade-agreements/bosnia-and-herzegovina
Chile 26.06.2003 01.12.2004 Samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Chile http://www.efta.int/free-trade/free-trade-agreements/chile
Egyptaland 27.01.2007 01.08.2007 Samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Egyptalands http://www.efta.int/free-trade/free-trade-agreements/egypt
GCC - Flóaráðið  22.06.2009 01.07.2014 Samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og aðildarríkja Samstarfsráðs Arabaríkjanna við Persaflóa http://www.efta.int/free-trade/free-trade-agreements/gcc
Hong Kong, Kína  21.06.2011  01.10.2012 Samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Hong Kong, Kína http://www.efta.int/free-trade/free-trade-agreements/hong-kong
Ísrael 17.09.1992 01.08.1993 Samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Ísrael http://www.efta.int/free-trade/free-trade-agreements/israel
Jórdanía 21.06.2001 01.09.2002 Samningur milli ríkja Fríverslunaramtaka Evrópu (EFTA) og Jórdaníu http://www.efta.int/free-trade/free-trade-agreements/jordan
Kanada 26.01.2008 01.07.2009 Samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Kanada http://www.efta.int/free-trade/free-trade-agreements/canada
Colombia 25.11.2008  1. október 2014 Samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Kólumbíu
http://www.efta.int/free-trade/free-trade-agreements/colombia
Líbanon 24.06.2004 01.01.2007 Samningur milli ríkja Fríverslunarsamninga Evrópu (EFTA) og Líbanon  http://www.efta.int/free-trade/free-trade-agreements/lebanon
Makedónía (FLJM) 19.06.2000 01.08.2002 Samningur milli Fríverslunarsamtaka Evrópu og Makedóníu http://www.efta.int/free-trade/free-trade-agreements/macedonia
Marokkó 19.06.1997 01.12.1999 Samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Marokkó http://www.efta.int/free-trade/free-trade-agreements/morocco
Mexíkó 27.11.2000 01.10.2001 Samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Mexíkó http://www.efta.int/free-trade/free-trade-agreements/mexico
Mið-Ameríkuríki (Costa Rica, Guatemala og Panama) 24. júní 2013

5. september 2014

(ath. ekki enn í gildi gagnvart Guatemala)

Samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Mið-Ameríkuríkja

 

http://www.efta.int/free-trade/free-trade-agreements/central-american-states
Perú  24.06.2010  01.20.2011 Samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Perú http://www.efta.int/free-trade/free-trade-agreements/peru
Palestína 30.11.1998 01.07.1999 Samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og sjálfstjórnarsvæðis Palestínumanna http://www.efta.int/free-trade/free-trade-agreements/palestinian-authority
Singapore 27.06.2002 01.01.2003 Samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Singapúr  
Serbía  17.09.2009  01.10.2011

Samingur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Serbíu

 
Suður-Kórea 15.12.2005 01.09.2006 Samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Suður-Kóreu http://www.efta.int/free-trade/free-trade-agreements/korea
Montenegró (Svartfjallaland)  14.11.2011  01.10.2012 Samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Svartfjallalands http://www.efta.int/free-trade/free-trade-agreements/montenegro
SACU - Tollabandalag Suðlægra     Afríkuríkja 26.06.2006 01.05.2008 Samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Tollabandalags Suðlægra Afríkuríkja (SACU) http://www.efta.int/free-trade/free-trade-agreements/sacu
Túnis 17.12.2004 2005/2006 Samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Túnis http://www.efta.int/free-trade/free-trade-agreements/tunisia
Tyrkland 10.12.1991 13.07.1992 Samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Lýðveldisins Tyrklands, C-deild Stjtíð. 15/1992. http://www.efta.int/free-trade/free-trade-agreements/turkey
Úkraína  24.06.2010  01.06.2012 Samningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Úkraínu http://www.efta.int/free-trade/free-trade-agreements/ukraine