Samningaferlið

Samningaferlið

2013

friverslun_kina_2013Sjötta lota samningaviðræðna var haldin í Peking dagana 22.-24. janúar 2013. Umtalsverður árangur náðist í öllum málaflokkum og urðu samningsaðilar ásáttir um að halda áfram vinnunni með það að takmarki að ljúka samningum sem fyrst.

Íslensk stjórnvöld hafa lagt mikla áherslu á að ljúka samningaviðræðum um fríverslun við Kína. Gerð hefur verið grein fyrir málinu með reglubundnum hætti, t.d. á Alþingi í skýrslum utanríkisráðherra og í svörum við fyrirspurnum Alþingismanna.

Samningahópur 2012-2013

Þegar fríverslunarviðræður við Kína voru teknar upp að nýju haFrá 5. lotu fríverslunarviðræðnanna í desember 2012ustið 2012 var Bergdísi Ellertsdóttur  sendiherra í utanríkisráðuneytinu, og fyrrum aðstoðarframkvæmdastjóra EFTA í Brussel, falið að leiða þær.  Á seinni stigum viðræðnanna, þ.e. 2012 og 2013 tóku eftirtaldir þátt af hálfu Íslands:

Bergdís Ellertsdóttir, utanríkisráðuneyti

Ragnar G. Kristjánsson, utanríkisráðuneyti

Krístín Aðalbjörg Árnadóttir, sendiherra Íslands í Kína

Ragnar Baldursson, sendiráði Íslands í Kína.

Hrund Hafsteinsdóttir, utanríkisráðuneyti

Finnur Þór Birgisson, fastanefnd Íslands í Genf

Kjartan Gunnarsson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

Ólafur Friðriksson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

Ögmundur Hrafn Magnússon, efnahags- og fjármálaráðuneyti

Guðrún Ögmundsdóttir, efnahags- og fjármálaráðuneyti

Rósa Dögg Flosadóttir, innanríkisráðuneyti

Rán Ingvarsdóttir, velferðarráðuneyti

Kristín Völundardóttir, Útlendingastofnun

Baldur Aðalsteinsson, Vinnumálastofnun

Borghildur Erlingsdóttir, Einkaleyfastofa

Margrét Hjálmarsdóttir, Einkaleyfastofa

Haukur Freyr Axelsson, Einkaleyfastofa

Svanhvít Reith, Tollstjóri

Bergþór Magnússon, utanríkisráðuneyti

Sesselja Sigurðardóttir, utanríkisráðuneyti

Ingólfur Friðriksson, utanríkisráðuneyti

Pétur Yang Li, utanríkisráðuneyti

Hafliði Sævarsson, sendiráði Íslands í Kína

Dóra Ásgeirsdóttir, utanríkisráðuneyti2012

heimsokn-wen-jiabao-16Málið komst á nýtt stig í apríl 2012 með opinberri heimsókn Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, til Íslands. Meðal niðurstaðna forsætisráðherra Íslands og Kína var að flýta viðræðum um fríverslunarsamninginn. Sammæltust þau um að leiða þær til lykta innan árs. Við tók undirbúningur fyrir frekari samningalotur og áður en lota var haldin í Reykjavík fyrir jól 2012 voru haldnir nokkrir undirbúningsfundir embættismanna.
2010

Í opinberri OS-og-varaforseti-Kina2010heimsókn Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, til Kína árið 2010 var rætt meðal annars við varaforseta og utanríkisráðherra Kína. Var rætt um viðræður landanna tveggja um fríverslun og var mikill hugur hjá bæði utanríkisráðherranum, sem og varaforseta alþýðulýðveldisins, um að efla viðskipti landanna.
2008

Fjórða samningalotan var haldin í apríl 2008. Þegar henni sleppti lágu eiginlegar fríverslunarviðræður milli ríkjanna niðri allt til ársins 2012 sökum dvínandi áhuga Kínverja, og voru ýmsar ástæður upp gefnar. Nokkuð bar þá í milli í samningaviðræðunum og önnur ríki höfðu bæst í hóp þeirra ríkja sem vildu semja við Kína, m.a. félagar Íslands úr EFTA, Sviss og Noregur.

Samningahópur 2007 - 2008

Á fyrri stigum viðræðnannna, á árunum 2007-2008 tóku eftirtaldir þátt af Íslands hálfu:.

Gunnar Snorri Gunnarsson, utanríkisráðuneyti

Benedikt Jónsson, utanríkisráðuneyti

Áslaug Árnadóttir, viðskiptaráðuneyti

Arndís Steinþórsdóttir, sjávarútvegsráðuneyti

Ólafur Friðriksson, landbúnaðarráðuneyti

Þóra Hjaltested, viðskiptaráðuneyti

Lilja Sturludóttir, fjármálaráðuneyti

María Erla Marelsdóttir, utanríkisráðuneyti

Bergþór Magnússon, ráðgjafi frá EFTA-skrifstofunni

Lilja Ólafsdóttir, ráðgjafi.

Axel Nikulásson, sendiráði Íslands í Kína.

Pétur Yang Li, sendiráði Íslands í Kína2007

Frá fyrsta samningafundi Íslands og Kína um gerð fríverslunarsamningsSamningaviðræður um fríverslunarsamning milli Íslands og Kína hófust í apríl 2007. Áður hafði farið fram viðamikill undirbúningur milli embættismanna. Hér innanlands var haft víðtækt samráð við hagsmunaðila um gerð fríverslunarsamningsins. Önnur samningalota var haldin í júní 2007 og sú þriðja í október 2007.

2006

Frá undirritun viljayfirlýsingar um fríverslunarviðræðurHagkvæmnikönnun lauk í júlí 2006. Í niðurstöðu könnunarinnar var lagt til að ríkin hefji fríverslunarviðræður við fyrsta tækifæri, þar sem ljóst sé að bæði ríkin muni hagnast á slíkum samningi. Í desember sama ár var undirskrifuð viljayfirlýsing um fríverslunarviðræður milli Íslands og Kína.


2005

Í maí 2005 var undirritaður samningur milli Íslands og Kína þar sem ákveðið var að framkvæmd verði könnun á hagkvæmni fríverslunarsamnings milli landanna tveggja.


Fríverslunarsamningur við Kína yrði viðbót við þéttriðið net fríverslunarsamninga sem íslensk stjórnvöld hafa gert um allan heim, flestir á vettvangi EFTA. Í samfloti við önnur EFTA ríki, þ.e. Sviss, Noreg og Liechtenstein, hefur Ísland gert 24 samningar við 33 ríki.

Kort-2012Fríverslunarsamningar og viðræður Íslands. Smellið á kortið til að
skoða nánar.


Hægt er að fræðast meira um fríverslunarsamninga Íslands með því að smella hér.

Hægt er að fræðast meira um fríverslunarviðræður EFTA með því að smella hér.