EES - Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið

Samningurinn er uppfærður til júní 2006, sjá nánar hér.

Nota þarf forritið Acrobat Reader, sjá nánar hér.

Leit í EES-samningnum (sjá skýringar hér á eftir):Skýringar við leit í EES-samningnum:

Notendur geta slegið inn hvaða textastreng sem er og fá þá upp allar skrár þar sem þann texta er að finna. Margir nota leitina til að finna skrá með tilteknu númeri. Gott er að nota átta eða tíu stafa leitarstreng, en þá er alltaf byrjað á tölunni 3. Síðan koma tölur fyrir árið t.d. 02 eða 2002 þá kemur bókstafur sem segir til um hvort um er að ræða tilskipun, ákvörðun eða reglugerð. Notaður er stafurinn R fyrir reglugerð, D fyrir ákvörðun og L fyrir tilskipun. Loks er númer gerðarinnar skráð í fjórum tölustöfum, t.d. 0133. Athugið að setja þarf 0 fyrir framan ef talan er ekki fjögurra stafa tala. Leitarrunan í þessu dæmi væri þá 302L0133 eða 32002L0133 og vísar til ársins 2002, tilskipunar númer 133.

Einnig er hægt að slá númerið inn í leitargluggann, t.d. 97/16 til þess að finna tilskipun 97/16/EB. Í númerum tilskipana og ákvarðana kemur ártalið fyrst, þá raðtalan og síðast skammstöfunin "EB" (samsvarar "EC" á ensku) eða "EBE" (samsvarar "EEC" á ensku), hið síðarnefnda í eldri skjölum en frá 1994. Dæmi: TILSKIPUN EVRÓPUÞINGSINS OG RÁÐSINS 97/16/EB. Í númerum reglugerða kemur raðtalan fyrst og síðan ártalið ("EB" er sleppt). Dæmi: REGLUGERÐ RÁÐSINS (EB, KBE) nr. 58/97. Til þess að finna þessar skrár í safninu er nóg að slá inn tölurnar (t.d. 97/16 eða 58/97).

Athugið: Gerðirnar sem falla undir EES-samninginn skipta þúsundum. Hugsanlegt er að villur komi fram við uppsetningu þeirra hér. Þeir sem telja sig finna galla eða að eitthvað vanti eru beðnir að tilkynna það umsjónarmanni vefútgáfu EES-samningsins hér að neðan.


questionmark
Tölvupóstur til umsjónarmanns vefútgáfu EES-samningsins