Viðskiptaskrifstofa

Viðskiptaskrifstofa

Öflug viðskipti við útlönd og kraftmikið efnahagslíf er undirstaða velferðar á Íslandi. Á viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins er unnið að því að gæta hagsmuna íslenskra ríkisborgara, íslenskra fyrirtækja og neytenda með því að tryggja þeim aðgang að alþjóðamörkuðum og efla fríverslun.

Viðskiptaskrifstofa annast samskipti Íslands við alþjóðleg viðskiptasamtök og efnahags- og fjármálastofnanir, undirbúning, gerð og framkvæmd viðskiptasamninga við erlend ríki og samstarf við stofnanir og hagsmunasamtök á sviði útflutningsviðskipta. Viðskiptaskrifstofa annast framkvæmd EES-samningsins og samstarf við Evrópusambandið, málefni Efnahags og þróunarstofnun Evrópu (OECD) og Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO).

Á viðskiptaskrifstofu starfar útflutningsþjónusta sem hefur það hlutverk að vera bakhjarl íslenskra fyrirtækja í alþjóðlegu viðskiptasamstarfi og styðja við markaðsstarf ferðaþjónustunnar erlendis.