Rekstrar- og þjónustuskrifstofa

Rekstrar- og þjónustuskrifstofa

Rekstrar- og þjónustuskrifstofa hefur með höndum fjármál og rekstur utanríkisþjónustunnar, þ.m.t. fjárlagagerð, framkvæmd fjárlaga og áætlanagerð fyrir aðalskrifstofu og sendiskrifstofur. Skrifstofan hefur auk þess umsjón með rekstri og viðhaldi bygginga í eigu ríkisins erlendis auk umsjónar með leigusamningum á skrifstofu- og íbúðarhúsnæði erlendis. Þá hefur skrifstofan umsjón með öllum innkaupum, eignakaupum og rekstri búnaðar.

Skrifstofan tekur þátt í fjölbreyttu samstarfi við utanríkisþjónustur hinna Norðurlandanna á sviði rekstrarmála, borgaraþjónustu og öryggismála.

Rekstrar- og þjónustuskrifstofa fer með borgaraþjónustu ráðuneytisins og rekur neyðarvakt árið um kring. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis tilheyrir verkefnum borgaraþjónustu. Undir skrifstofuna heyra málefni þýðingamiðstöðvar, öryggismál utanríkisþjónustunnar, fjarskiptamál, umsjón tölvukerfa og rekstur skjalasafna. Skrifstofan annast einnig allar ferðabókanir fyrir aðalskrifstofu ráðuneytisins. Þá heyrir undir skrifstofuna móttaka ráðuneytisins, póstafgreiðsla og rekstur mötuneytis.

Rekstrar- og þjónustuskrifstofa hefur tekið saman tölulegar upplýsingar um utanríkisþjónustuna og sett þær fram á myndrænan hátt, sjá hér. Sjá einnig upplýsingar um skiptingu fjárveitinga til utanríkisráðuneytisins á Ríkiskassanum.