Alþjóða- og öryggisskrifstofa

Alþjóða- og öryggisskrifstofa

Alþjóðaskrifstofa utanríkisráðuneytisins sinnir pólitískum samskiptum Íslands við erlend ríki og alþjóðastofnanir. Alþjóðleg samvinna fer aðallega fram á vettvangi alþjóðastofnana eins og Sameinuðu þjóðanna og undirstofnanna hennar sem og ýmissa svæðisbundinna stofnana eins og Öryggis og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE), Evrópuráðsins og Atlandshafsbandalagsins (NATO) svo nokkrar séu nefndar.

Alþjóðaskrifstofa fjallar um auðlinda- og umhverfismál, málefni norðurslóða, norrænt samstarf og öryggis- og varnarmál. 

Hlutverk utanríkisráðuneytisins er að koma sjónarmiðum Íslands á framfæri í gegnum fastanefndir okkar í New York, Genf, Brussel, Vín, Strassborg og París.