Sendiskrifstofur

Sendi- og ræðisskrifstofur


Sendiráð, fastanefndir og ræðisskrifstofur með útsendum starfsmönnum nefnast einu nafni sendiskrifstofur. Ísland starfrækir 22 sendiskrifstofur í 17 löndum. Auk þeirra eru 3 sendiskrifstofur í jafnmörgum löndum sem starfa að tvíhliða þróunarsamvinnu.

  • 15 sendiráð – Berlín, Brussel (starfar einnig sem fastanefnd gagnvart ESB), Helsinki, Kaupmannahöfn, London, Moskva, Osló, París (starfar einnig sem fastanefnd gagnvart UNESCO, OECD og Evrópuráðinu), Stokkhólmur, Vín (starfar einnig sem fastanefnd gagnvart ÖSE og SÞ), Ottawa, Washington, Nýja Delhí, Peking, Tókýó
  • 3 fastanefndir hjá alþjóðastofnunum – Brussel (NATO), Genf (WTO, SÞ), New York (SÞ)
  • 4 aðalræðisskrifstofur – New York, Winnipeg, Þórshöfn og Nuuk
  • 3 sendiskrifstofur sem starfa í tvíhliða þróunarsamvinnu gegna jafnframt hlutverki sendiráðs – Kampala, Úganda – Lilongwe, Malaví – Mapútó, Mósambík
  • Ræðismenn Íslands eru um 250 talsins í yfir 80 ríkjum