Um ráðherra

Gunnar Bragi Sveinsson

Utanríkisráðherra


Fæddur á Sauðárkróki 9. júní 1968. Foreldrar eru Sveinn Margeir Friðvinsson og Ingibjörg Gunnhildur Jósafatsdóttir.

Synir Gunnars Braga eru Sveinn Rúnar, Ingi Sigþór og Róbert Smári. Stjúpsynir hans af fyrra hjónabandi eru  Arnar Þór Sigurðsson og Frímann Viktor Sigurðsson.

Náms- og starfsferill

Stúdentspróf Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra á Sauðárkróki 1989. Nám í atvinnulífsfélagsfræði Háskóla Íslands.

 • Framkvæmdastjóri Ábæjar-veitinga ehf. 2004-2007
 • Framkvæmdastjóri Ábæjar 2002-2003
 • Starfaði á verslunarsviði Kaupfélags Skagfirðinga 2000-2002
 • Markaðsráðgjafi hjá Íslensku auglýsingastofunni 1999
 • Aðstoðarmaður félagsmálaráðherra 1997-1999
 • Sölu- og verslunarstjóri hjá Skeljungi hf. 1996-1997
 • Verslunarstjóri Ábæjar 1991-1995
 • Ritstjóri héraðsfréttablaðsins Einherja 1991-1992
 • Verkamaður og gæslumaður í Steinullarverksmiðjunni 1989-1991
 • Verslunarstjóri Ábæjar 1989-1990

 

Trúnaðarstörf

 • Utanríkismálanefnd 2011-2013
 • Formaður þingflokks framsóknarmanna 2009-2013
 • Iðnaðarnefnd 2009-2011
 • Þingskapanefnd 2011-2013
 • Alþingismaður Norðvesturkjördæmis síðan 2009
 • Í menningarráði Norðurlands vestra 2008-2009
 • Í stjórn Hátækniseturs Íslands ses. 2007-2009
 • Formaður stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra 2006-2009
 • Formaður stjórnar Norðurár bs. sorpsamlags 2006-2009
 • Formaður Gagnaveitu Skagafjarðar 2006-2009
 • Varaformaður atvinnu- og ferðamálanefndar Skagafjarðar 2006-2009
 • Formaður byggðaráðs Skagafjarðar 2006-2009
 • Annar varaforseti sveitarstjórnar Skagafjarðar 2002-2006, varaforseti 2006-2009
 • Varaformaður kjördæmissambands Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra
 • Formaður Félags ungra framsóknarmanna í Skagafirði
 • Formaður stjórnar varasjóðs viðbótarlána 1998-2002, varaformaður frá 2002
 • Í stjórn Húsnæðissamvinnufélags Skagafjarðar og í stjórn Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags Íslands, 1998-2000