Skýrsla ráðherra 2014

Skýrsla ráðherra 2014

Skýrsla Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál. 

Hér fyrir neðan má finna efnisyfirlit í skýrslu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra. Allir kaflar í skýrslunni eiga það sameiginlegt að fara yfir stöðu íslands í alþjóðasamfélaginu, stefnumið ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum og hag íslendinga almennt, sem kunna að þurfa liðsinni utanríkisráðuneytisins.


BORGARAÞJÓNUSTA

Starfsemi borgaraþjónustunar miðar að því að greiða götu þeirra sem óska aðstoðar ráðuneytisins. Meðal verkefna eru neyðaraðstoð vegna veikinda eða slysa erlendis, útgáfa vegabréfa, aðstoð vegna sakamála og afplánunar refsidóma, aðstoð við að hafa uppi á týndum einstaklingum og heimflutningur látinna, veikra eða vegalausra ríkisborgara. 

Fátt gefur meira en aðstoð við samborgara okkar sem finna sig í aðstæðum sem fæst okkar vildu vera í en mörg okkar hafa heyrt af eða reynt á eigin skinni. Íslendingar ferðast víða og í hverri viku koma upp mál þar sem reynir á útsjónarsemi starfsmanna utanríkisþjónustunnar við að koma til aðstoðar þeim sem eru í neyð. Eðli máls samkvæmt fara þessi mál hljótt en þó verður þessi starfsemi að teljast til mikilvægustu verkefna utanríkisþjónustunnar.Heimskort---raedismenn

Ræðismenn íslands má finna víðsvegar um heiminn


NORÐURSLÓÐIR OG NÆRSVÆÐI

Málefni norðurslóða og fjölþjóðlegt samstarf þar að lútandi hafa skipað æ stærri sess í starfi utanríkisþjónustunnar á síðustu árum. Í stefnu­yfir­lýsingu ríkisstjórnarinnar segir að hún muni vinna að því að Ísland verði leiðandi afl á norðurslóðum og virkur þátttakandi í vestnorrænu starfi. Undirbúningur verði hafinn að nýtingu tækifæra sem skapast með opnun siglingaleiða um norðurslóðir og áhersla lögð á að verkefni þeim tengd verði vistuð hérlendis.

Samstarf við hin Norðurlöndin, á grundvelli djúpstæðra tengsla og sameiginlegra gilda, er sem fyrr veigamikill þáttur í starfi íslensku utanríkisþjónustunnar. Á það jafnt við um reglu­bundið samráð milli norrænu utanríkisráðuneytanna, margvíslega samvinnu norrænna sendi­skrifstofa víða um heim sem og á vettvangi alþjóðastofnana.Kaflanum er skipt upp í átta málefnaflokka sem snerta samstarf Íslands og störf utanríkisþjónustunnar á norðurslóðum með einum eða öðrum hætti.


Norðurslóðir

Málefni norðurslóða eru áherslusvið í íslenskri utanríkisstefnu enda skapar þróunin á því svæði bæði áskoranir og tækifæri fyrir Ísland á komandi árum. Norðurslóðamál spanna vítt svið, en ekki hvað síst eru það umhverfis- og auðlindamál, öryggismál og viðskiptatækifæri sem hafa mikla þýðingu fyrir Ísland.

Fjölþjóðlegt samstarf um málefni norðurslóða

Virk þátttaka í fjölþjóðlegu samstarfi er ein af meginstoðum stefnu Íslands í málefnum norðurslóða. Alþjóðlegur áhugi á svæðinu hefur aukist til muna á allra síðustu árum og sækjast ýmis fjarlæg ríki eftir að taka þátt og fylgjast með þróun mála, meðal annars með áheyrnaraðild að Norðurskautsráðinu. 

Samstarf við Færeyjar og Grænland

Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að styrkja tengslin við Grænland og Færeyjar og er samvinna við vestnorrænu þjóðirnar vaxandi þáttur í utanríkisstefnu Íslands.

Rannsóknir og fræðastarf

Á undanförnum árum og áratugum hefur byggst upp þekking og reynsla á sviði norðurslóðamála í háskólasamfélaginu og innan stjórnsýslunnar. Skoðanaskipti og upplýst umræða um málefni norðurslóða stuðla að betri yfirsýn yfir tengsl samverkandi þátta sem móta umhverfi, lífríki og samfélög á svæðinu.


Samstarf Norðurlanda

Samstarf norrænu utanríkisráðuneytanna og formennska Íslands 2014

Svíþjóð fór með formennsku í samstarfi norrænu utanríkisráðuneytanna árið 2013, en Ísland tók við formennskunni í ársbyrjun 2014.


Norræna ráðherranefndin

Samstarfið á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar á sl. ári einkenndist af undir­búningi allra ráðuneyta fyrir formennskuár Íslands sem hófst 1. janúar 2014. Á þingi Norður­landa­ráðs í Ósló í lok október 2013 mælti forsætisráðherra fyrir formennskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni.

Samstarf Norðurlanda og Eystrasaltsríkja (NB8)

Utanríkispólitíska samstarfið við Eystrasaltsríkin (NB8) hefur frá árinu 2010 að miklu leyti stuðst við Birkavs/Gade-skýrsluna svo­nefndu, sem samin var að beiðni utanríkis­ráðherranna til að stuðla að dýpri samvinnu ríkjanna átta. 

ALÞJÓÐLEGT VIÐSKIPTASAMSTARF

Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að stefna Íslands í utanríkisviðskiptum muni taka mið af þeim öru breytingum sem eru að verða á efnahagskerfum heimsins. Möguleikar til að auka útflutning til svæða þar sem eftirspurn vex hratt á komandi árum verði kannaðir frekar og tengsl við viðkomandi svæði styrkt. Áhersla verði jafnframt lögð á gerð fleiri fríverslunar­samninga, bæði tvíhliða og á vettvangi EFTA. Leitað verði leiða til að fullnýta mögu­leika sem felast í þeim fríverslunarsamningum sem Ísland á þegar aðild að. Að ofangreindu hefur verið markvisst unnið á undanförnum mánuðum.

Aðstoð við íslensk fyrirtæki á erlendum mörkuðum er áfram eitt af mikilvægari verkefnum ráðuneytisins, sem sannað hafa gildi sitt, ekki síst með fulltingi Íslandsstofu og með neti viðskiptafulltrúa í sendiráðum vítt og breitt um heiminn. Stöðugt er unnið að því að styrkja þetta net, m.a. með því að efla tengslin milli þess og einstakra viðskiptaráða sem starfa innan vébanda Viðskiptaráðs Íslands.


Útflutningsþjónusta

Hlutverk útflutningsþjónustu utanríkisráðuneytisins er að leysa úr vandamálum sem upp koma í samskiptum fyrirtækja við erlend stjórnvöld og veita íslenskum fyrirtækjum faglega þjónustu á mikilvægum mörkuðum, í samvinnu við þar til bærar stofnanir. Áherslan er lögð á að stórefla sókn á erlenda markaði.


Markaðsátak erlendis

Viðskipti og opnun markaða

Eitt meginmarkmið utanríkisstefnu Íslands er að styðja við íslenskan útflutning og tryggja eftir bestu getu að umgjörð hans sé slík að hann sé eins samkeppnishæfur og mögulegt er á erlendum mörkuðum. Sérstök áhersla er lögð á að tryggja markaðsaðgang og að draga eins og kostur er úr ýmsum tæknilegum markaðshindrunum.

Í þessum kafla er litið sérstaklega til Evrópuríkja, nærsvæða, Rússlands, Tyrklands, Bandaríkjanna, Kanada, Mexíkó, annarra ríkja í Suður- og Mið-Ameríku, Japans, Kína, annarra Asíuríkja og Afríkuríkja.


Viðskipti við einstök ríki og svæði

Fjölþjóðlegt viðskiptasamstarf

Í þessum kafla er horft til starfs Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) sem og Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) en starfsemi EFTA hefur frá upphafi verið að tryggja eftir megni að atvinnulíf í EFTA-ríkjunum búi við sambærilegan aðgang að erlendum mörkuðum og helstu samkeppnislönd EFTA-ríkjanna.  

Þá er einnig fjallað um marghliða viðræðum um aukið frelsi í þjónustuviðskiptum (Trade in Services Agreement, TiSA) og starfsemi Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD).


Alþjóðaviðskiptastofnunin (WTO)

Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA)

Marghliða viðræður um aukið frelsi í þjónustuviðskiptum (TiSA)

Efnahags- og framfarastofnunin (OECD)

Tvíhliða samskipti á sviði viðskipta

Í þessum kafla er vikið að öðrum samningum við ríki sem ætlað er að greiða götu íslenskra fyrirtækja og einstaklinga og það bæði við um fjárfestingasamninga, sem ætlunin er að fjölga, og loftferðasamninga. Um þessar mundir hefur Ísland gert yfir áttatíu loftferðasamninga við önnur ríki og er íslenskum flugrekendum því heimilt að fljúga til samtals 94 ríkja.


Fjárfestingasamningar

Loftferðasamningar

EVRÓPSKA EFNAHAGSSVÆÐIÐ

Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) öðlaðist gildi fyrir réttum 20 árum, hinn 1. janúar 1994. Hann er viðamesti samningur sem Ísland hefur gert á alþjóða­­vettvangi; fríverslunarsamningur á milli þeirra EFTA-ríkja sem eru aðilar að EES (Ísland, Noregur, Liechtenstein) og Evrópusambandsins (ESB). Samskipti Íslands við Evrópu­­sambandið grundvallast fyrst og fremst á samningnum sem veitir íslenskum ríkisborgurum, fyrirtækjum og stofnunum aðgang að innri markaði ESB.


Framkvæmd EES-samningsins

Eitt af meginmarkmiðum EES-samningsins er einsleitni löggjafar allra samningsaðila og því tekur Ísland upp löggjöf Evrópusambandsins á sviði innri markaðar. Þegar það er gert þarf að huga vel að hagsmunagæslu á vettvangi EES-samningsins, sem miðar að því að allar mögulegar leiðir séu notaðar til að koma sérstöðu Íslands á framfæri á fyrstu stigum í mótun EES-löggjafar.


Stjórnskipuleg álitamál tengd aðild Íslands að EES.

Á síðustu árum hefur mátt merkja fjölgun álitaefna varðandi stjórnskipulegar heimildir í EES-samstarfinu og gera má ráð fyrir framhaldi á þeirri þróun. Erfitt getur verið að sætta þá þróun sem átt hefur sér stað innan ESB, bæði hvað varðar ákvörðunar- og lagasetningarvald, sem og færslu ákvörðunar- og eftirlitsvalds inn í sérhæfðar stofnanir, við þær skorður sem íslensk stjórnskipan setur heimildum til framsals ríkisvalds.


Reglur um eftirlit með fjármálamörkuðum í Evrópu

Mál ofarlega á baugi í EES-samstarfinu

Af mörgu er að taka í EES-samstarfinu enda um lifandi samning að ræða sem tekur breytingum milli missera og ára. Í þessu kafla er m.a. rætt um stækkun EES með aðild Króatíu að ESB, þáttöku Íslands í samstarfsáætlunum, erfðabreytt matvæli og fóður, orkumál, og póstþjónustutilskipunina.


Stækkun EES með aðild Króatíu að ESB

Þátttaka í samstarfsáætlunum ESB 2014-2020

Reglur Evrópusambandsins um erfðabreytt matvæli og fóður

Fjármagnshöft

Orkumál

Tilskipun um varðveislu gagna

Póstþjónustutilskipunin

SOLVIT-úrlausnarkerfi og Your Europe Advice-upplýsingagátt

Mál ofarlega á baugi hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA)

Almennt um samningsbrotamál

Matvælalöggjöf

Gengistrygging lána

EFTA-dómstóllinn

Mikil aukning hefur orðið á þeim fjölda mála hjá EFTA-dómstólnum sem varða Ísland eða íslenska málsaðila. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) höfðaði átta mál gegn Íslandi árið 2013 vegna ætlaðra brota á EES-samningnum, þ.e. svokölluð samningsbrotamál, en árin 2011 og 2012 voru tvö slík mál höfðuð gegn Íslandi hvort árið. Fimm dómar féllu á tímabilinu febrúar 2013 til mars 2014 og er um þá fjallað í þessum kafla.


Dómar í íslenskum málum sem hafa fallið að undanförnu varðandi beiðni um ráðgefandi álit

Þingleg meðferð EES-mála

Þingleg meðferð EES-mála fer samkvæmt reglum sem settar voru á grundvelli laga um þingsköp Alþingis og voru endurskoðaðar af forsætisnefnd Alþingis árið 2010. Samkvæmt reglunum koma EES-mál alla jafna til meðferðar Alþingis á þremur mismunandi stigum í ferlinu.

Fjallað er um þetta ferli hér.


Þróunarsjóður EFTA verður Uppbyggingarsjóður EES

Allt frá gildistöku EES-samningsins hafa EFTA-ríkin innan EES, Noregur, Ísland og Liechtenstein, skuldbundið sig til að leggja sitt af mörkum til að draga úr félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði á Evrópska efnahagssvæðinu.

Fjallað er um sjóðinn í skýrslunni og helstu áherslumál Íslands þar.


Þátttaka Íslands í Schengen-landamærasamstarfi

Í grundvallaratriðum felst Schengen-samstarfið í tvennu; annars vegar afnámi persónu­bundins eftirlits á innri landamærum Schengen-landanna og hins vegar mótvægis­aðgerðum til að tryggja öryggi borgara innan svæðisins, sem felst einkum í samvinnu evrópskra lögreglu­liða.


Staða mála í öðrum EFTA-ríkjum og tenging smáríkja við EES-samninginn

Tengslin við Evrópusambandið hafa verið mjög í deiglunni í öllum EFTA-ríkjunum ekki síst í Sviss þar sem unnið hefur verið að undirbúningi samninga um nýtt stofnanafyrirkomulag milli ESB og Sviss. Um þetta fyrirkomulag og þann ágreining sem uppi er milli Sviss og ESB er fjallað í þessum kafla, sem og umræður um EES í Noregi og Liechtenstein. Þá er fjallað um möguleikana á tengingu nokkurra evrópskra smáríkja við EES-samninginn.


Sviss

Noregur

Liechtenstein

Tillögur ESB um tengingu smáríkja við EES-samninginn

SAMNINGAVIÐRÆÐUR UM AÐILD AÐ EVRÓPUSAMBANDINU

Alþingi samþykkti 16. júlí 2009 sérstaka ályktun þar sem þáverandi ríkisstjórn var falið að leggja inn umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar kemur fram að hlé verði gert á aðildar­viðræðunum og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan ESB. Þessi úttekt liggur nú fyrir og er til meðferðar á Alþingi. Jafnframt liggur ljóst fyrir skv. stjórnar­sáttmálanum að allt mögulegt framhald á aðildarviðræðum verði eingöngu að undangenginni þjóðar­atkvæðagreiðslu.


ALÞJÓÐA- OG ÖRYGGISMÁL

Víðfeðm og fjölbreytt viðfangsefni í starfi utanríkisráðuneytisins falla undir flokk alþjóða- og öryggismála, þar með talið virk þátttaka í starfi Sameinuðu þjóðanna og annarra alþjóðastofnana og svæðisbundinna samtaka, tvíhliða samskipti við ríki nær og fjær, hagsmunagæsla m.a. á sviði auðlinda- og umhverfismála,  samstarf um öryggismál og varnir, og aðild að alþjóðlegum samningum og dómstólum.

Eins og segir í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er meginmarkmið íslenskrar utanríkisstefnu að gæta hagsmuna lands og þjóðar á alþjóðavettvangi. Það er grund­vallar­atriði í samskiptum ríkja að alþjóðalög séu virt og að þjóðir leysi deilumál með frið­sam­legum hætti. Samstarf þjóða er nauðsynlegt til að takast á við áskoranir og ógnir sem verka þvert á landamæri. Á alþjóðavettvangi er Ísland málsvari mannréttinda, jafnréttis og sjálfbærrar þróunar.


Almenn utanríkismál

Í þessum kafla er sjónum beint að afstöðu Íslands til málefna sem brunnið hafa á á undanförnum misserum. Þar má helst nefna átökin í Úkraínu, borgarastríðið í Sýrlandi og þróun mála í Egyptalandi. Þá er fjallað um bráðabirgðasamkomulagið sem náðist við stjórnvöld í Íran sem og mannréttindabrot í Norður-Kóreu. Er einnig vikið að málefni hinsegin fólks í Úganda.

Í kaflanum er einnig ítarleg umfjöllun um þau málefni sem hæst hefur borið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að undanförnu líkt og Alþjóðasamninginn um vopnaviðskipti (ATT); ný þróunarmarkmið SÞ; málefni miðausturlanda; og alþjóðlegar þvingunaraðgerðir og útflutningseftirlit.

Þá er umfjöllun um tvíhliða samskipti Íslands við einstök ríki á borð við Bandaríkin, Rússland, Norðurlöndin og fleiri.  


Málefni Sameinuðu þjóðanna

Tvíhliða samskipti við einstök ríki

Mannréttindamál

Vernd og efling mannréttinda er einn af hornsteinum íslenskrar utanríkisstefnu. Starf Íslands að mannréttindamálum á alþjóðavísu fer einkum fram innan Sameinuðu þjóðanna, á vett­vangi þriðju nefndar allsherjarþingsins í New York, mannréttindaráðsins í Genf og nefndar SÞ um stöðu kvenna. Um þessi mál, innlent samstarf á vettvangi mannréttinda og mannréttindastarfið á vettvangi Evrópuráðsins er fjallað í kaflanum.


Mannréttindastarf á vettvangi Sameinuðu þjóðanna

Evrópuráðið

Innlent samstarf á sviði mannréttinda

Auðlinda- og umhverfismál

Utanríkisráðuneytið stendur vörð um íslenska hagsmuni á sviði umhverfis- og auðlinda­mála, með áherslu á ábyrga nýtingu og umgengni við náttúru og auðlindir. Í kaflanum er fjallað um orkumál og jarðhitasamstarf sem hefur varið ört vaxandi í starfi utanríkisþjónustunnar. Þá er vikið að loftslagsmálum og málefnum hafsins, þ.á m. makríldeilunni. Í kaflanum er einnig fjallað um Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ (FAO) og alþjóðaverslun með tegundir í útrýmingarhættu.

Orkumál og jarðhitasamstarf

Loftslagsmál

Málefni hafsins

Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ 

Alþjóðaverslun með tegundir í útrýmingarhættu

Öryggis- og varnarmál

Ísland tryggir öryggi sitt og varnir með samstarfi við önnur ríki. Aðildin að Atlants­hafs­banda­­laginu og varnarsamningurinn við Bandaríkin eru megin­stoðirnar í varnar- og öryggissamstarfi Íslands, auk þess sem samstarf við grannríkin hefur farið vaxandi. Íslensk stjórnvöld hafa á síðustu árum fest skipan öryggis- og varnarmála í sessi, m.a. með rekstri íslenska loftvarnakerfisins og annarra mann­virkja Atlantshafsbandalagsins á Íslandi.

Í kaflanum er fjallað um mótun þjóðaröryggisstefnu Íslands; samstarf í öryggis- og varnarmálum í norðri; varnarsamstarfið við Bandaríkin; loftrýmisgæslu; ítarleg umfjöllun um málefni Atlantshafsbandalagsins (NATO); og grein gerð fyrir áherslum Íslands hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE).

Þjóðréttarmál

Í þessum kafla er fjallað um samninga Íslands við erlend ríki sem eru af ýmsum toga. Þá er greinargóð lýsing á starfsemi ráðuneytisins í hafréttarmálum en ráðuneytið gætir hagsmuna Íslands í þeim málaflokki og hafa landgrunnsmál verið mest í brennidepli á undanförnum árum.

Undir hafréttarmálin heyra: hafréttarsamningur og úthafsveiðisamningur SÞ; verndun og sjálfbær nýting líffræðilegs fjölbreytileika hafsins utan lögsögu ríkja; landgrunnsmál; og framboð Íslands í Alþjóðlega hafréttardóminn. Í kaflanum er einnig fjallað um Alþjóðlega sakamáladómstólinn í Haag.

 

ALÞJÓÐLEG ÞRÓUNARSAMVINNA

Ný áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands fyrir tímabilið 2013–2016 (þróunarsamvinnuáætlun) var samþykkt með þingsályktun 21. mars 2013. Áætlunin skapar umgjörð fyrir allt opinbert starf á sviði þróunarmála, friðaruppbyggingar og neyðar- og mannúðaraðstoðar hvort sem um er að ræða tvíhliða samvinnu á vegum Þróunar­samvinnu­stofnunar Íslands (ÞSSÍ), stuðning við fjölþjóðlegar stofnanir, verkefni á vegum félagasamtaka eða starf undir merkjum Íslensku friðargæslunnar. Í áætluninni er lögð áhersla á árangur og skilvirkni þróunar­starfs og skýra forgangsröðun.

Framlög til þróunarsamvinnu

Í þessum kafla er að finna yfirlit yfir framlög Íslands til þróunarsamvinnu og fjallað um áherslumál.

Framkvæmd áætlunar um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands

Fjallað er um framkvæmd alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands í samræmi við þróunar­samvinnu­áætlun 2013–2016. Þar er áhersla lögð á stuðning við þrjú meginsvið: félagslega innviði (menntun og heilsu), auðlindir (orku- og fiskimál) og frið (stjórnarfar og endurreisn), auk tveggja þverlægra málefna: jafnréttismála og umhverfismála.

Tvíhliða þróunarsamvinna á vegum ÞSSÍ

Í þessum kafla er sjónum einnig beint að fjölþjóðlegri þróunarsamvinnu svo sem á vettvangi: UN Women; UNICEF; Háskóla Sameinuðu þjóðanna; Alþjóðabankans; og umhverfis- og loftslagsmála. Þá er vikið að tvíhliða þróunarsamvinnu á vegum Þróunarsamvinnustofnun Íslands sem er sérstök stofnun sem lýtur yfirstjórn utanríkisráðuneytisins.Þróunarsamvinnustofnun annast tvíhliða þróunarsamvinnu Íslands. Hér er umfjöllun um starfsemina í Malaví, Mósambík og Úganda, auk jarðhitasamstarfs í Austur-Afríku.

Starf í þágu friðar

Starf í þágu friðar er áherslumál ráðuneytisins og tekur Ísland virkan þátt í friðargæsluverkefnum og endu­rreisnarstarfi á vegum Sameinuðu þjóðanna, Atlantshafs­­bandalagsins, Öryggis- og samvinnu­stofnunar Evrópu og annarra alþjóðastofnana. Hér er fjallað um starfsemina í Afganistan og Palestínu.

Neyðar- og mannúðaraðstoð

Neyðar- og mannúðaraðstoð af hálfu Íslands felst í stuðningi við fjölþjóða­stofnanir í formi framlaga og sérfræði­aðstoðar, ásamt framlögum til frjálsra félagasamtaka. Hér er fjallað um stuðningi Íslands við alþjóðastofnanir og frjáls félagasamtök á Íslandi og erlendis.


UPPLÝSINGASTARF OG MENNINGARMÁL

Upplýsingastarf utanríkisþjónustunnar

Mikilvægur hluti starfs ráðuneytisins er að miðla upplýsingum um pólitísk og efnahagsleg viðfangsefni til erlendra stjórnvalda og fjölþjóðastofnana. Hér er fjallað um áherslumál og eflingu upplýsingamiðlunar til almennings, m.a. með aukinni notkun samfélagsmiðla.

Helstu verkefni á sviði menningarmála

Utanríkisþjónustan leitast við að styðja íslenska menningarstarfsemi erlendis og greiða fyrir menningarsamstarfi við aðrar þjóðir. Sendiskrifstofur Íslands koma að framkvæmd viðburða á öllum sviðum menningar og lista, í samstarfi við kynningarmiðstöðvar lista og skapandi greina, en þannig er tryggt að verkefnin séu unnin í samráði við fagaðila og í samræmi við áherslur kynningarmiðstöðvanna.

REKSTUR UTANRÍKISÞJÓNUSTUNNAR

 

Í þessum kafla er fjallað um rekstur utanríkisþjónustunnar á ársgrundvelli. Auk úttektar á rekstrarmálum er sjónum beint sérstaklega að húseignum ráðuneytisins erlendis; samstarfi í húsnæðismálum; opnun aðalræðisskrifstofunnar í Nuuk; skipulagi ráðuneytisins og stofnun laga- og stjórnsýsluskrifstofu; og kynjaða hagsstjórn og fjárlagagerð.