TiSA samningaviðræðurnar

TiSA samningaviðræðurnar

Markmið viðræðna um aukið frelsi í þjónustuviðskiptum (Trade in Services Agreement, TiSA) er að auðvelda milliríkjaviðskipti með þjónustu og auka gegnsæi í slíkum viðskiptum. Ísland, ásamt fimmtíu öðrum ríkjum, tekur þátt í samningaviðræðunum en þar á meðal eru aðildarríki ESB, Bandaríkin, Kanada, Noregur, Sviss, Japan o.fl.. Samningurinn mun byggja á gildandi samningum (GATS reglum) og fjalla m.a. um fjármálaþjónustu, fjarskipta- og upplýsingatækni, för þjónustuveitenda og rafræn viðskipti. Viðræðurnar eru formlega utan WTO en vonast er til að fleiri aðildarríki WTO gerist aðilar að TiSA-samningnum þegar fram í sækir.