Þróunarsamvinna
  • Mynd frá afrísku sjávarþorpi

Þróunarsamvinna

Alþjóðleg þróunaraðstoð

 

Hinn 1. október 2008 gengu í gildi lög um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands nr. 121/2008. Sjá lög og reglugerð um þróunarsamvinnu. Samkvæmt þeim er meginmarkmið þróunarsamvinnu Íslands tvíþætt:

  • styðja stjórnvöld í þróunarlöndum við að útrýma fátækt og hungri, stuðla að efnahags- og félagslegri þróun, þ.m.t. mannréttindum, menntun, bættu heilsufari, jafnrétti kynjanna og sjálfbærri þróun.
  • tryggja öryggi á alþjóðavettvangi, m.a. með því að stuðla að friði og gæta hans, vinna að uppbyggingu og veita mannúðar- og neyðaraðstoð.

Í kjölfar samþykktar Alþingis á frumvarpi um  breytingar á lögum nr. 121/2008 um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands, þann 18. desember 2015, færðist öll starfsemi Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, ÞSSÍ,  til utanríkisráðuneytisins. Breytingin tók gildi 1. janúar 2016. Vefur alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands er iceida.is .

Framlög til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu

Framlög Íslendinga til alþjóðlegrar þróunarsamvinnu námu rúmum 4 milljörðum árið 2015 eða sem nemur 0,21% af vergum þjóðartekjum. Þó enn sé langt í land, styðja íslensk stjórnvöld markmið Sameinuðu þjóðanna um að iðnríki skuli veita sem nemur 0,7% af vergum þjóðartekjum til þróunarsamvinnu.