Varnarmálalög

Varnarmálalög

Utanríkisráðherra og innanríkisráðherra gerðu með sér samkomulag  hinn 11. desember 2010 við niðurlagningu Varnarmálastofnunar Íslands og breytingum á varnarmálalögum þar að lútandi.  Samkomulagið, sem þó telst tímabundin ráðstöfun, felur í sér að Landhelgisgæsla Íslands yfirtók nær öll meginverkefni Varnarmálastofnunar, þ.m.t. rekstur íslenska loftvarnarkerfisins, þátttöku í samræmdu loftrýmiseftirliti og loftrýmisgæslu á vegum Atlantshafsbandalagsins, undirbúning og umsjón varnaræfinga og framkvæmd gistiríkjastuðnings. Embætti ríkislögreglustjóra tók einnig við verkefnum frá Varnarmálastofnun, líkt og útgáfu öryggisvottana og úrvinnslu upplýsinga.

Varnarmálalögum var breytt á ný í september 2011  í tengslum við setningu nýrra laga um Stjórnarráð Íslands. Í nýjum forsetaúrskurði nr. 125/2011 um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta er áfram kveðið á um að pólitískt forræði varnarmála liggi hjá utanríkisráðherra. Eftir sem áður munu Landhelgisgæslan og embætti ríkislögreglustjóra áfram sinna framkvæmd hinna varnartengdu verkefna sem áður lágu hjá Varnarmálastofnun.