Hættumatsnefnd

Hættumatsnefnd

Árið 2007 skipaði utanríkisráðherra þverfaglegan starfshóp til að vinna að faglegu áhættumati fyrir Ísland. Formaður starfshópsins skilaði skýrslu hópsins til utanríkisráðherra 11. mars 2009. Í skýrslunni er fjallað um öryggi út frá þremur greiningarþáttum: þjóðaröryggi, samfélagslegu/borgaralegu öryggi og hnattrænum þáttum.

Eftirfarandi áhættuþættir voru skoðaðir sérstaklega í skýrslunni: öryggi fjármálakerfisins, hernaðarógnir, heilbrigðisöryggi og farsóttir, umhverfisógnir, náttúruhamfarir og loftslagsbreytingar, alþjóðleg hryðjuverkastarfsemi, gereyðingarvopn, skipulögð glæpastarfsemi, mansal, fólksflutningar til Íslands, aðlögun útlendinga að íslensku samfélagi, netöryggi, öryggi orkukerfisins, fjarskiptaöryggi, siglingaöryggi og mengunarvarnir og matvæla- og vatnsöryggi. Þessir áhættuþættir eru metnir út frá líkum á því að hættuástand skapist og samfélagslegum áhrifum þess, veikleikum og styrkleikum Íslands og aðstæðum á Íslandi samanborið við aðstæður í öðrum löndum.

Dr. Valur Ingimundarsson prófessor veitti starfshópnum formennsku og var Alyson Bailes, gestakennari við Háskóla Íslands og fyrrum forstöðumaður sænsku friðarrannsóknarstofnunarinnar (SIPRI), hópnum til ráðgjafar.