Útflutningseftirlit

Útflutningseftirlit

með vöru, þjónustu og fjárfestingum sem varða þjóðaröryggi


Utanríkisráðuneytið hefur eftirlit með útflutningi á vöru og þjónustu og erlendum fjárfestingum sem varða þjóðaröryggi, þ.e. hafa hernaðarlega (strategíska) þýðingu. Þetta er gert í þeim tilgangi að viðhalda friði og öryggi eða til varnar gegn brotum á hryðjuverka-, mannréttinda- eða mannúðar-lögum, í samvinnu við þau stjórnvöld sem einnig koma að slíku eftirliti. Útflutningseftirlit þetta er einnig viðhaft til þess að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar Íslands til að tryggja alþjóðlegt öryggi og til varna gegn útbreiðslu gereyðingarvopna, hergagna og vöru sem getur nýst til hryðjuverka eða skipulagðrar glæpastarfsemi. Þessar skuldbindingar má m.a. rekja til aðilar að alþjóðstofnunum, alþjóðasamningum og alþjóðasamstarfi sem rakin eru að neðan.

Umsóknir um útflutningsleyfi sendist á: postur@utn.stjr.is 

Eyðublöð

Alþjóðastofnanir

Alþjóðasamningar

Alþjóðasamstarf

Löggjöf

Gjald

Gjald fyrir útflutningsleyfi er kr. 2.000 skv. 50. tölul. 11. gr. laga um aukatekjur ríkissjóðs nr. 88/1991. Gjaldið skal greitt með umsókninni. Hægt er að millifæra á reikning utanríkisráðuneytisins: 0303-26-000269, kt. 670269-4779. Kvittun þarf að fylgja umsókn.

Tenglar

AG |   GICNT   |    GTRI   |   HCOC   |   MTCR   |    NSG   |    OPCW   |   PSI   |    UNSC   |    WASSENAAR   |    ZANGGER

 


Uppfært: 12/15     |     Athugsemdir sendist  hér     |      Skammstafanir