Þvingunaraðgerðir

Þvingunaraðgerðir o.fl.

Útflutningseftirlit - Hryðjuverkamál - Peningaþvætti

Markmið þvingunaraðgerða er að viðhalda friði og öryggi í heiminum og/eða tryggja virðingu fyrir mannréttindum og mannfrelsi. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ákveður þvingunar-aðgerðir með bindandi hætti og geta ríkjahópar einnig átt samstarf um slíkt. Ísland tekur þátt í alþjóðasamvinnu um vissar þvingunarðgerðir, um eftirlit með útflutningi til þess að hefta hættulega útbreiðslu vopna og gegn hryðjuverkastarfsemi.