Þjóðréttarmál

Þjóðréttarmál


Laga- og stjórnsýsluskrifstofa sinnir málefnum á sviði þjóðarréttar þ.e. alþjóðalaga. Skrifstofan hefur umsjón með samningum Íslands við erlend ríki og gerð þeirra. Hún annast frágang og undirbýr undirritun og fullgildingu alþjóðasamninga, þ.m.t. þinglega meðferð þeirra. Skrifstofan sér um birtingu samninga í C-deild Stjórnartíðinda og útgáfu skrár um þá. Skrifstofan veitir einstökum fagskrifstofum utanríkisráðuneytisins og fagráðuneytum ráðgjöf um þjóðréttarleg atriði. Stór þáttur í starfi skrifstofunnar er hafréttarmál sem mikil áhersla er lögð á af Íslands hálfu. Hún fer einnig með önnur þjóðréttarmál á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.

Ítarefni


Uppfært: 12/15     |     Athugsemdir sendist  hér