Mannúðarmál

Mannúðarmál


Alþjóðlegur mannúðarréttur fjallar um reglur sem miða að því, af mannúðarástæðum, að takmarka afleiðingar vopnaðra átaka. Hann verndar einstaklinga sem eru ekki aðilar að, eða taka ekki lengur þátt í, átökunum og takmarkar aðferðir við og tilhögun hernaðar. Alþjóðlegur mannúðarréttur er einnig nefndur stríðsréttur eða lög um vopnuð átök.

Alþjóðlegur mannúðarréttur á við um vopnuð átök.  Hann fjallar ekki um hvort ríki megi beita vopnavaldi, en slíkt stjórnast af öðrum hluta þjóðaréttarins sem fjallað er um í stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Alþjóðlegur mannúðarréttur er hluti þjóðaréttar, sem fjallar um samskipti ríkja. Þjóðaréttur samanstendur af alþjóðasamningum, venjurétti, sem eru framferðirreglur sem ríki telja bindandi, og af almennum grundvallarreglum.

Alþjóðasamningar sem banna gereyðingarvopn og viss hefðbundin vopn, þ.m.t. jarðsprengjur gegn liðsafla og klasasprengjur, eru hluti mannúðarréttar.

Utanríkisráðuneytið fer með formennsku í Landsnefnd um mannúðarrétt en hlutverk nefndarinnar er að breiða út þekkingu á alþjóðlegum mannúðarrétti, vera vettvangur umræðna um alþjóðlegan mannúðarrétt og veita stjórnvöldum ráðgjöf varðandi túlkun og framkvæmd mannúðarréttar.

Frekara efni

Listar

Uppfært: 12/15     |     Athugsemdir sendist hér      |      Skamstafanir