Ísland á alþjóðavettvangi - erindi og ávinningur

Háskólafundaröð 2007-2008
Ísland á alþjóðavettvangi - erindi og ávinningur

Haustið 2007 efndu íslensk stjórnvöld í samvinnu við alla háskóla landsins til fundaraðar um stöðu Íslands á alþjóðavettvangi – erindi og ávinning. Markmiðið með fundaröðinni var að hvetja til upplýstrar samræðu um alþjóðamál í þjóðfélaginu. 

Með vandaðri fræðilegri umræðu var leitast við að varpa skýrara ljósi á forsendur starfs Íslands á alþjóðavettvangi og þar með á mikilvægi öflugrar utanríkisþjónustu. Það var ekki síst markmið fundaraðarinnar að styrkja tengsl milli utanríkisráðuneytis og háskóla landsins í þágu bættrar stefnumótunar á öllum sviðum alþjóða- og utanríkismála.

Samantekt á efni og inntaki erinda og umræðna í háskólafundaröðinni.

 


Háskólafundaröð

I. Alþjóðasamstarf á 21. öld og Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna

Opnunarmálþing í Háskóla Íslands,

7. september 2007

II. Þátttaka Íslands í friðargæslu - af hverju?

Málþing í Háskólanum á Bifröst,

19. október 2007

III. Ísland á alþjóðavettvangi - skiptum við máli?

Málþing í Háskólanum í Reykjavík,

24. október 2007

IV. Ísland í Öryggisráðið - og hvað svo?

Málstofa á vegum Alþjóðamálastofnunar

Háskóla Íslands,

7. desember 2007

V. Mannréttindi í utanríkisstefnu Íslands - hvers vegna?

Málþing á vegum Háskólans á Akureyri,

10. desember 2007

VII. Réttur til menningar - íslenskur menningararfur í ljósi hnattvæðingar

Málþing í Listaháskóla Íslands,

14. febrúar 2008

VIII. Menntun í samfélagi þjóða

Málþing í Kennaraháskóla Íslands,

27. mars 2008

X. Smáríki - vaxandi afl?

Ráðstefna í Háskóla Íslands, 16. júní 2008