Samúðarkveðja til Tyrkja vegna árásar í Istanbúl

29.6.2016

Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra sendi í dag samúðarkveðju til Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, vegna  hryðjuverkaárásarinnar á flugvöllinn í Istanbúl í gærkvöldi, en hún kostaði yfir fjörtíu manns lífið.

Fordæmdi ráðherra hryðjuverkið sem hún sagði vera grimmilega og svívirðilega árás á saklausa borgara og þau grunngildi sem siðmenntuð samfélög byggðu á. 

Til baka Senda grein