Ráðherra á ráðstefnu um ástandið í Sýrlandi

4.4.2017

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra tekur á morgun þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um Sýrland sem fram fer í Brussel. Ráðstefnan, sem ber yfirskriftina „Stuðningur við framtíð Sýrlands og nágrannaríki þess“ er haldin á vegum Evrópusambandsins, Sameinuðu þjóðanna, Bretlandi, Katar, Kúveit, Noregs og Þýskalands.

„Í ljósi þess að alþjóðasamfélagið er að koma saman á morgun til að ræða ástandið í Sýrlandi og viðbrögð við því, eru skelfilegar fréttir sem berast frá Sýrlandi um enn eina árás á óbreytta borgara; árás þar sem allt bendir til að efnavopnum hafi verið beitt,“ segir Guðlaugur Þór.

Á ráðstefnunni verður farið yfir árangur af starfi alþjóðasamfélagsins við að finna pólitíska lausn til að koma á friði í Sýrlandi og við alþjóðlegt mannúðarstarf á vettvangi. Ljóst er að betur má ef duga skal og er ráðstefnunni ætlað að vera vettvangur til að endurnýja stuðning alþjóðasamfélagsins við friðarferlið og mannúðarstarfið sem fram fer í Sýrlandi og nágrannaríkjum þess.

Merki markmiðs númer 17 um alþjóðlega samvinnuMerki markmiðs númer 16 um frið og réttlætiEfni þessarar fréttar tengist Heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Til baka Senda grein