Stóraukið samstarf Íslands og Noregs um hagsmunagæslu innan EES

22.3.2017

  • Guðlaugur Þór og Frank Bakke-Jensen.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Frank Bakke-Jensen, EES og Evrópumálaráðherra Noregs undirrituðu í dag yfirlýsingu Íslands og Noregs um stóraukið samstarf ríkjanna í EES-samstarfinu. 

Yfirlýsingin mælir m.a. fyrir um aukið samstarf Íslands og Noregs á öllum stigum EES-samstarfsins og í þeim efnum verður sérstök áhersla lögð á virkari hagsmunagæslu þegar löggjöf Evrópusambandsins er enn í mótun. Þá skulu embættismenn frá utanríkisráðuneytum ríkjanna eiga reglulegt samráð um hagsmunagæslu í EES-samstarfinu og vinna saman í því að koma sjónarmiðum sínum á framfæri við stofnanir Evrópusambandsins á þeim sviðum þar sem þau eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta. 

Aukið samstarf við Noreg um hagsmunagæslu innan EES mun styrkja enn frekar stefnu íslenskra stjórnvalda að leggja aukna áherslu á að koma sjónarmiðum og athugsemdum Íslands á framfæri á fyrri stigum stefnumótunar- og lagasetningarferlis Evrópusambandsins. 

Til baka Senda grein