Hoppa yfir valmynd
22. júní 2001 Utanríkisráðuneytið

Nr. 059, 22. júní 2001 Lágflugsæfingar orrustuflugvéla bandaríska flughersins

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 059



Þann 26. júní eru ráðgerðar lágflugsæfingar orrustuflugvéla á afmörkuðu lágflugssvæði yfir miðhálendi Íslands. 4 A-10 og 4 F-15 orrustuvélar bandaríska flughersins, ásamt MC-130 og KC-135 eldsneytisvélum og tveimur HH-60 björgunarþyrlum taka þátt í æfingunni.

Æfingin fer fram milli 09:00 og 13:00, þann 26. þ.m., eins og fyrr segir.

Lágflug er einungis heimilað á þeim afskekktu svæðum þar sem almenningi, mannvirkjum og flugvélum stafar ekki hætta af. Lágflugsæfingarnar hafa verið skipulagðar í náinni samvinnu við Flugmálastjórn.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 22. júní 2001.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum