Hoppa yfir valmynd
17. október 1997 Utanríkisráðuneytið

Ferð embættismanna til Kína

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________


    Nr. 86

    Tveir starfsmenn utanríkisráðuneytisins, ráðuneytisstjóri og skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu, fara til Kína laugardaginn 18. október n.k. til fundar með kínverskum ráðamönnum. Tilgangur heimsóknarinnar er að treysta á ný samband ríkjanna og eyða þeim misskilningi sem upp hefur komið og haft hefur neikvæð áhrif á annars vinsamleg samskipti.

    Ísland hefur haft stjórnmálasamband við Alþýðulýðveldið Kína síðan 14. desember 1971 og opnaði sendiráð í Beijing árið 1995.


    Utanríkisráðuneytið,
    Reykjavík, 16. október 1997.

    Efnisorð

    Hafa samband

    Ábending / fyrirspurn
    Ruslvörn
    Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum