Hoppa yfir valmynd
4. desember 1997 Utanríkisráðuneytið

Ráðherrafundur EFTA í Genf 3.-4.12.97.

FRÉTTATILKYNNING
frá utanríkisráðuneytinu
_____________

Nr. 98

Ráðherrafundur EFTA var haldinn dagana 3. - 4. desember í Genf í Sviss. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sat fundinn fyrir hönd Íslands. Á fundinum var m.a. rætt um innra starf EFTA, EES-samninginn, samskipti EFTA við ESB og samskipti EFTA við ríki utan EES. Á síðustu árum hafa EFTA-ríkin aukið verulega samskipti sín við ríki utan ESB. Ráðherrar fögnuðu þessari þróun og ekki síst áhuga Kanada á að kannaður yrði möguleikinn á gerð fríverslunarsamnings við EFTA-ríkin.

Í tengslum við ráðherrafundinn var haldinn fundur með þingmannanefnd EFTA. Á þeim fundi var skiptst á skoðunum um EES og niðurstöður ráðsfundar þess 25. nóvember sl., fyrirhugaða stækkun ESB og samskipti EFTA við ríki utan EES.


Reykjavík, 4. desember 1997

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum