Hoppa yfir valmynd
30. júlí 2014 Utanríkisráðuneytið

Brugðist við yfirvofandi hungursneyð í Suður Súdan

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur tekið ákvörðun um að veita tólf milljónum króna til Matvælaáætlunar Sameinuðu Þjóðanna (World Food Program) til að bregðast við neyðarástandi í Suður Súdan sem ríkt hefur frá því átök brutust þar út í desember á síðasta ári.


Í kjölfar átakanna eru yfir 1,1 milljón manna vegalaus í eigin landi og hafa 400.000 flúið til nágrannaríkja vegna ástandsins. Þá hefur fæðuöryggi fólks farið hríðversnandi og er búist við að 3,9 milljónir manna muni búa við matvælaskort á næstunni.

Að sögn Gunnars Braga hefur því verið ákveðið að veita 12 milljónum króna til Suður Súdan vegna yfirvofandi hungursneyðar. „Bregðast þarf skjótt við vannæringu flóttamanna á svæðinu og mun framlagið fara til Matvælaáætlunarinnar sem mun tryggja dreifingu matvæla til nauðstaddra“ segir Gunnar Bragi.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum