Hoppa yfir valmynd
23. júní 2014 Utanríkisráðuneytið

Samstarfsyfirlýsing EFTA og Filippseyja

Gunnar Bragi Sveinsson og Gregory L. Domingo

Í tengslum við ráðherrafund EFTA í Vestmannaeyjum undirrituðu ráðherrar EFTA-ríkjanna samstarfsyfirlýsingu við Filippseyjar ásamt Gregory L. Domingo, viðskiptaráðherra Filippseyja. Með yfirlýsingunni er komið á fót samráðsvettvangi EFTA og Filippseyja og jafnframt skotið styrkari stoðum undir samstarf EFTA við Filippseyjar á viðskiptasviðinu.

Í ávarpi sínu við undirritunina lagði Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra áherslu á sterk tengsl Íslands við Filippseyjar og nefndi í því samhengi sérstaklega framlag Íslendinga af filippseyskum uppruna til íslensks samfélags. Jafnframt vakti utanríkisráðherra athygli á aðkomu íslenskra fyrirtækja í uppbyggingu jarðvarmavers á eyjunni Biliran á Filippseyjum. Lýsti utanríkisráðherra yfir vilja EFTA-ríkjanna til að skoða möguleika á því að hefja eiginlegar fríverslunarviðræður við Filippseyjar.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum