Hoppa yfir valmynd
21. maí 2014 Utanríkisráðuneytið

Fríverslunarsamningur Íslands og Kína í gildi 1. júlí

Fríverslunarviðfræður við Kína, mynd af fundi
Mynd: Halldor.is

Lagalegri málsmeðferð fríverslunarsamnings Íslands og Kína hefur nú verið lokið og mun samningurinn muni taka gildi 1. júlí næstkomandi. 

„Það er afar ánægjulegt að geta nú í sumar rekið smiðshöggið á þennan mikilvæga samning sem ég vona að verði íslenskum útflutningsaðilum mikil lyftistöng,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra um samninginn sem felur í sér afnám tolla á öllum helstu útflutningsvörum Íslands.

 „Mikil tækifæri liggja í þessum samningi og höfum við orðið vör við gríðarlegan áhuga íslenskra og kínverskra fyrirtækja á að efna til nýrra samstarfsverkefna. Hér sannast enn á ný hve vel Íslendingar standa vel að vígi til að sækja á ný mið og nýta þá möguleika sem felast í hnattvæðingunni,“ segir utanríkisráðherra af þessu tilefni. 

Með þessum mikilvæga áfanga verður Ísland fyrsta Evrópuríkið sem hrindir fríverslunarsamningi við Kína í framkvæmd og gæti samningurinn veitt íslenskum fyrirtækjum umtalsvert forskot á hinum ört vaxandi Kínamarkaði. Í tilefni af gildistöku samningsins mun Gunnar Bragi heimsækja Kína í lok júnímánaðar og leiða viðskiptasendinefnd sem skipulögð er á vegum Íslandsstofu. 

Af sama tilefni verður nýtt húsnæði fyrir sendiráð Íslands formlega opnað en á síðasta ári buðu eistnesk stjórnvöld Íslendingum að samnýta nýja sendiráðsbyggingu þeirra í Beijing. 


Staðreyndir um fríverslunarsamning Íslands og Kína í hnotskurn.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum