Hoppa yfir valmynd
30. janúar 2014 Utanríkisráðuneytið

Alþingi samþykkir fríverslunarsamning við Kína

friverslun_kina_2013
Frá fríverslunarviðræðum Íslands og Kína í janúar 2013. Source: Chinese Ministry of Commerce Website

Fríverslunarsamningur Íslands og Kína var samþykktur á Alþingi í gær, með miklum meirihluta atkvæða en Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra lagði hann fram til samþykktar í október sl. Með fríverslunarsamningnum við Kína eru tollar á öllum helstu útflutningsafurðum Íslands felldir niður. Samningurinn veitir íslenskum fyrirtækjum forskot á hinn ört vaxandi Kínamarkað þar sem Ísland er fyrsta Evrópuríkið sem undirritar fríverslunarsamning við Kína. Svisslendingar hafa nú fylgt í kjölfar Íslendinga en þeir undirrituðu fríverslunarsamning við Kína í júlí.

Fríverslunarsamningur Íslands og Kína var undirritaður í apríl sl. í Peking og er að uppbyggingu og innihaldi sambærilegur öðrum samningum sem Ísland hefur gert sem aðildarríki EFTA. Hann kveður meðal annars á um vöru- og þjónustuviðskipti, upprunareglur og hugverkavernd. Ekki var samið um aukinn aðgang kínverskra starfsmanna og þjónustuveitenda til Íslands og um hann munu gilda sömu lög og reglur og áður. Engar breytingar verða á reglum um fjárfestingar en frá 1994 er í gildi samningur um vernd gagkvæmra fjárfestinga. Samningurinn kveður hins vegar á um að ríkin skuli auka samstarf sitt svo sem á sviði umhverfisverndar og vinnumála.

Bæði kínversk og íslensk stjórnvöld þurfa að ljúka lagalegri málsmeðferð til að staðfesta samninginn áður en hann tekur gildi. Tilkynnt verður um gildistöku samningsins að loknu þessu ferli.

Nánari upplýsingar um fríverslunarsamninginn
, tilurð hans og meginefni er að finna á heimasíðu utanríkisráðuneytisins:


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum