Hoppa yfir valmynd
11. desember 2013 Utanríkisráðuneytið

Vel heppnuð formennska í Samráðsnefnd samnings um opna lofthelgi

Ingibjörg Davíðsdóttir stýrir fundi

Í dag lauk síðasta fundinum í formennsku Íslands í Samráðsnefnd samningsins um opna lofthelgi hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu. Á formennskutímabilinu hefur fastanefnd Íslands gagnvart ÖSE í Vín stýrt fundum og starfi nefndarinnar. Tíu ákvarðanir voru verið teknar á formennskutímabili Íslands, þ.m.t. ákvörðun um úthlutun kvóta fyrir eftirlitsflug ársins 2014 og um stofnun vinnuhóps um samnýtingu eigna. Fyrsti fundur þess vinnuhóps var í dag og stýrði Ingibjörg Davíðsdóttir, varafastafulltrúi, honum fyrir Íslands hönd. Framkvæmd samningsins um opna lofthelgi hefur almennt gengið vel í formennskutíð Íslands.

Markmið samningsins um opna lofthelgi, sem tók gildi árið 2002, er að auka traust og skilning á sviði öryggismála með því að heimila eftirlit úr lofti með hergögnum og -mannvirkjum í aðildarríkjunum. Í ágúst sl. fór þúsundasta eftirlitsflugið frá því að samningurinn tók gildi fram. Samráðsnefndin sér um framkvæmd samningsins og skiptast aðildarríkin á að veita henni formennsku til 4 mánaða í senn. Ísland tók við formennsku Samráðnefndarinnar í september 2013 af Ungverjalandi og mun skila henni formlega af sér til Ítalíu í janúar 2014. Aðild að samningnum um opna lofthelgi eiga alls 34 ríki, þ. á m. Bandaríkin, Kanada, Rússland og fjölmörg Evrópuríki.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum