Hoppa yfir valmynd
25. apríl 2001 Utanríkisráðuneytið

Nr. 031, 25. apríl 2001 Thorbjørn Jagland, utanríkisráðherra Noregs, kemur til Íslands.

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 031


Thorbjørn Jagland, utanríkisráðherra Noregs, kemur til Íslands á morgun, til viðræðna við Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra. Sameiginleg hagsmunamál Íslands og Noregs, þar með talin Evrópumálin, verða efst á baugi í viðræðum ráðherranna auk annarra alþjóðamála.

Fundur utanríkisráðherranna verður haldinn í Eldborg, upplýsinga-og ráðstefnumiðstöð orkuvers Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi og mun Thorbjørn Jagland jafnframt kynna sér starfsemi fyrirtækisins og heimsækja Bláa lónið.

Í kjölfar fundarins boða utanríkisráðherrarnir til sameiginlegs blaðamannafundar og hefst hann kl. 14.30 fimmtudaginn 26. apríl á fundarstað í Svartsengi.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 25. apríl 2001.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum