Hoppa yfir valmynd
8. nóvember 2013 Utanríkisráðuneytið

Viljayfirlýsing um aukið samstarf Íslands og Grænlands

Aleqa Hammond og Gunnar Bragi Sveinsson

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, átti fundi í Nuuk í dag með Aleqa Hammond, formanni grænlensku landsstjórnarinnar, Karl Lyberth, sem fer með sjávarútvegsmál í landsstjórninni og Lars Emil Johansen, þingforsteta og fyrrverandi formann Vest-norræna ráðsins. Gunnar Bragi er staddur á Grænlandi í tilefni formlegrar opnunar íslensku ræðisskrifstofunnar í Nuuk.

Á fundi utanríkisráðherra og Aleqa Hammond ræddu þau aukið samstarf landanna á mörgum sviðum, t.a.m. í Norðurslóðamálum, menningar- og menntamálum, heilbrigðismálum og öryggismálum á Norðurslóðum. Mikil jákvæðni einkenndi fundinn og augljóst að mikill vilji er á auknum tengslum Íslands og Grænlands. Í kjölfar fundarins undirrituðu Gunnar Bragi og Aleqa Hammond sameiginlega viljayfirlýsingu landanna um aukið samstarf.

Á fundi utanríkisráðherra með Karl Lyberth, ræddu ráðherrarnir samstarf landanna í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. Þá lýstu Grænlendingar áhuga á að leita í auknum mæli til Íslands í tengslum við matvælaeftirlit.

Á fundi utanríkisráðherra með Lars Emil Johansen, þingforseta, var farið vel yfir vestnorrænt samstarf og möguleikana á auka vægi þess í norrænu samstarfi.

Yfirlýsing utanríkisráðherra og formanns grænlensku landsstjórnarinnar.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum