Hoppa yfir valmynd
26. nóvember 2012 Utanríkisráðuneytið

Sendinefnd frá Alaska kynnir sér orku- og norðurslóðamál

Í dag hófst fimm daga heimsókn stórrar sendinefndar frá Alaska sem kemur hingað til lands til að kynna sér orkumál, málefni norðurslóð, efnahagsmál og viðskipti. Í sendinefndinni eru 30 manns þ.á.m. stjórnmálamenn, fulltrúar fyrirtækja og ýmissa háskólastofnana í Alaskaríki. 

Hópurinn mun heimsækja fjölmörg ráðuneyti, fyrirtæki og stofnanir, m.a. utanríkisráðuneytið, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Forseta Íslands, Alþingi, Háskóla Íslands, Icelandair, og Kárahnjúkavirkjun.

Heimsóknin er skipulögð af Institute of the North í Alaska í samstarfi við utanríkisráðuneytið og embætti Forseta Íslands og er hún liður í að styrkja viðskipta- og stjórnmálatengsl á norðurslóðum í samræmi við norðurslóðastefnu íslenskra stjórnvalda.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum