Hoppa yfir valmynd
29. mars 2001 Utanríkisráðuneytið

Nr. 015, 29. mars 2001 Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, opnar nýja vefi fyrir íslensk sendiráð, fastanefndir og ræðisskrifstofur.

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu



Nr. 015


Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, opnaði í dag nýja vefi fyrir íslensk sendiráð, fastanefndir og sendiræðisskrifstofur. Nokkur sendiráð hafa um langt árabil rekið eigin vefsetur, m.a. sendiráðin í Washington, Helsinki, Brussel, Berlín og Moskvu. Útlit flestra vefsetranna hefur nú verið samræmt og bætt hefur verið við mikið af upplýsingum um Ísland og íslensk málefni. Á vefsetrunum eru einnig hlekkir í vefsetur stofnana, samtaka og fyrirtækja sem tengjast Íslandi. Veffang almennrar inngangssíðu fyrir utanríkisþjónustuna er www.iceland.org og er vísað til hennar á nýju vefsetri Stjórnarráðs Íslands, sem var opnað 22. mars s.l.
Meginkaflar vefanna eru þessir: Land og náttúra, þjóð og saga, menning og vísindi, ferðamenn og frístundir, viðskipta- og efnahagsmál og utanríkismál. Stærsti hluti efnisins verður á ensku til þess að byrja með, en stefnt er að því að fjölga tungumálum í áföngum í framtíðinni. Lögð verður áhersla á að sníða efnið sem mest að þörfum notenda í viðkomandi löndum.
Í tilraunaskyni hafa verið opnuð tvö "vefsendiráð", þ.e. vefsetur fyrir sendiráð Íslands í Ástralíu og Nýja Sjálandi, þótt þar séu engar sendiráðsskrifstofur. Vefnotkun er mikil í þessum löndum og er að vænta að þetta sé hagkvæm leið til þess að vekja athygli á landi og þjóð.



Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 29. mars 2001.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum