Hoppa yfir valmynd
4. júlí 2012 Utanríkisráðuneytið

Styrkir til mannúðarsamtaka í þróunarsamvinnu

 

Í fyrri úthlutun ársins fengu átta verkefni frá sex félagasamtökum framlög samtals að upphæð tæplega 80 m.kr. Verkefnin eru eftirfarandi:

Barnaheill – Save the Children á Íslandi sem vinna að uppbyggingarverkefni meðal fyrrum flóttafólks í Norður-Úganda þar sem lengi geisaði ófriður og hlutu samtökin 12,3 m.kr.
Samtökin ENZA styðja konur sem orðið hafa fyrir ofbeldi og hlutu samtökin 4,7 m.kr. til fræðslu og endurhæfingarmiðstöðvar í Mbekweni í Suður Afríku.
Íslandsdeild BIZER fékk kr. Tæplega 2,8 m.kr. til uppbyggingar fræðsluseturs fyrir konur í Bosníu.
Hjálparstarfi Kirkjunnar var falið að verja 22,0 m.kr. til þróunar- og neyðarverkefnis í Jijiga í Eþíópíu sem samtökin hafa unnið að um árabil.
Tvö verkefni Rauða krossins voru styrkt í vor, annars vega 12,0 m.kr. verkefni vegna yfirvofandi fæðuskorts á Sahel svæðinu og hins vegar rúmlega 6,2 m.kr. verkefni í Palestínu sem miðar að þjálfun sjúkraflutningafólks.
Þá hlutu tvö verkefni SOS Barnaþorpa styrki. Rúmlega 6,4 m.kr. var veitt til neyðarverkefnis í Suður-Súdan sem miðar að því að veita fylgdarlausum flóttabörnum skjól og mat, og um 13,0 m.kr. var veitt til þróunarverkefnis í Gíneu Bissau sem hefur fjölskyldueflingu og stuðning við bágstaddar fjölskyldur að meginmarkmiði.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum