Hoppa yfir valmynd
29. júní 2012 Utanríkisráðuneytið

Ráðuneytisstjóri fundar með Íslandsdeild Amnesty International

Afhending undirskriftanna
Afhending undirskriftanna

Einar Gunnarsson ráðuneytisstjóri átti í dag fund með Jóhönnu K. Eyjólfsdóttur framkvæmdastjóra Íslandsdeildar Amnesty International og Sigurlaugu Soffíu Friðþjófsdóttur frá ungliðahreyfingu Íslandsdeildar Amnesty International og afhentu þær 7501 undirskriftir þar sem skorað er á íslensk stjórnvöld að beita sér fyrir gerð alþjóðlegs vopnaviðskiptasamnings. Samningaviðræður um alþjóðlegan vopnaviðskiptasamning munu eiga sér stað á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í New York 2-27. júlí nk.

Íslensk stjórnvöld hafa stutt slíka samningagerð frá upphafi og munu markvisst beita sér áfram til að slíkur samningur verði að veruleika með virkri þátttöku í samningaviðræðunum í New York.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum