Hoppa yfir valmynd
18. júní 2012 Utanríkisráðuneytið

Áframhaldandi fríverslunarviðræður framundan

Frá tvíhliðaviðskiptasamráðinu í dag
Frá tvíhliða viðskiptasamráðinu í dag

Áttundi fundur íslensk-kínversku viðskiptanefndarinnar fór fram í utanríkisráðuneytinu í dag. Á fundinum var ákveðið að stefna að því að halda tvær samningalotur í fríverslunarviðræðum Íslands og Kína fyrir árslok. Þá var m.a. rætt um viðskipti og efnahag landanna sem og samstarf þeirra á ýmsum vettvangi, m.a. á sviði jarðvarmanýtingar, fjárfestinga, ferðaþjónustu o.fl. Þá kynntu nokkur íslensk fyrirtæki starfsemi sína fyrir kínversku sendinefndinni.
 
20 manna sendinefnd kom frá Kína, aðilar úr stjórnsýslunni sem og úr einkageiranum en Martin Eyjólfsson, sviðsstjóri viðskiptasviðs utanríkisráðuneytisins, fór fyrir íslensku sendinefndinni. Viðskiptasamráðið var haldið til að fylgja eftir fundum Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra með Wen Jibao, forsætisráðherra Kína í apríl sl. og fundi Össurar Skarphéðinssonar og Chen Deming, utanríkisviðskiptaráðherra Kína sem haldinn var við sama tilefni.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum