Hoppa yfir valmynd
18. apríl 2012 Utanríkisráðuneytið

Íslensk kvikmyndahátíð í Lincoln Center

Íslenskar kvikmyndir eru í brennidepli í Lincoln Center listamiðstöðinni í New York dagana 18. til 26. apríl nk. Sýndar verða tuttugu kvikmyndir sem spanna rúmlega sex áratugi í kvikmyndasögu Íslands, allt frá fyrstu talkvikmyndinni 1949 til kvikmynda sem frumsýndar voru síðla árs 2011. Yfirskrift kvikmyndahátíðarinnar er: Images from the Edge: Classic and Contemporary Films from Iceland. Kvikmyndin Hafsteins Gunnars Sigurðssonar „Á annan veg“ er opnunarmyndin en á hátiðinni verða að jafnaði sýndar fjórar íslenskar myndir á dag.
 
Á hverju ári sækja um 5 milljónir gesta listviðburði í Lincoln Center sem er ein virtasta menningarstofnun heims og hýsir Metropolitanóperuna, Fílharmóníusveit New York borgar, New York ballettinn, New York óperuna og fleiri menningarstofnanir. Kvikmyndamiðstöð Íslands hafði frumkvæði að kynningunni og fékk til samstarfs Richard Peña, listrænan stjórnanda The Film Society of Lincoln Center. Peña er jafnframt listrænn stjórnandi The New York Film Festival og New Directors/New Films hátíðarinnar sem árlega er haldin í samvinnu við MoMA (Museum of Modern Art).
 
The Film Society of Lincoln Center ásamt Kvikmyndamiðstöð Íslands, Kvikmyndasafni Íslands og samstarfs- og styrktaraðilum;  Icelandic Naturally, utanríkisráðuneytið og aðalræðisskrifstofa Íslands í New York, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Icelandic Cargo eiga veg og vanda að íslensku kvikmyndakynningunni í Lincoln Center og viðburðum henni tengdri.
 
Frekari upplýsingar má finna hér

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum