Hoppa yfir valmynd
13. apríl 2012 Utanríkisráðuneytið

Air d'Islande 2012 - íslensk menningarhátíð í París

Hjaltalín kom fram á hátíðinni í fyrra
Hjaltalín kom fram á hátíðinni í fyrra

Íslenska menningarhátíðin, Air d'Islande, verður haldin fjórða árið í röð í París dagana 10.-15. apríl og í Chessy-Sur-Marne dagana 2.-15. apríl. 

Á dagskrá verða tónleikar, kvikmyndasýningar og samtímalist. Hljómsveitirnar Reykjavík!, Snorri Helgason, For a Minor Reflection, Kimono, Lazyblood og Kría Brekkan koma fram og sýndar verða kvikmyndir í fullri lengd, m.a. Brim og Mamma Gógó sem og nokkrar stuttmyndir, m.a. Sailcloth eftir Elfar Aðalsteinsson með John Hurt í aðaðalhlutverki. Þá verða sýndar heimildarmyndir um íslenska tónlist, s.s. Amma Lo-Fi, myndirnar Inni og Heima þar sem Sigur Rós er í aðalhlutverki og hin forvitnilega Rafmögnuð Reykjavík sem fjallar um dans- og raftónlist á Íslandi.

Í tengslum við hátíðina hefur Air d'Islande milligöngu um að bjóða upp á vinnuaðstöðu fyrir íslenskt listafólk og aðrir sem starfa að menningartengdum verkefnum dagana 26. mars–11. apríl og munu tvær íslenskar listakonur nýta sér það að þessu sinni.

Ari Allansson er upphafsmaður og framkvæmdastjóri Air d'Islande, en hann vinnur í nánu samstarfi við sendiráð Íslands í París. Sendiráðið veitir m.a. ráðgjöf og liðsinni við fjáröflun.

Hinn 15. mars var haldinn blaðamannafundur í embættisbústað sendiherra til að kynna hátíðina sem og íslenska menningu í víðara samhengi. Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands, sagði frá menningarstarf sendiráðsins almennt, og Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti Íslands, fjallaði um söguleg menningartengsl Íslands og Frakklands. Blaðamannafundurinn var einmitt notaður til að kynna Gyrði Elíasson og bók hans "Milli trjánna" sem kemur út í Frakklandi í byrjun apríl, en Gyrðir var fulltrúi Íslands á bókamessunni Salon du livre sem haldin var 16.-19. mars.

Frekari upplýsingar um hátíðina má finna á heimasíðu Air d'Islande

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum