Hoppa yfir valmynd
31. janúar 2012 Utanríkisráðuneytið

Skipan málsvarnarteymis og ráðgjafahóps í Icesave-málinu

Utanríkisráðherra hefur komið á fót málflutningsteymi til að starfa með Tim Ward QC að undirbúningi varnar í Icesave-málinu. Teymið er skipað sérfræðingum sem unnið hafa að málinu frá upphafi, hafa sérþekkingu á Evrópurétti og störfum EFTA-dómstólsins og lögmönnum sem hafa mikla reynslu af hagsmunagæslu fyrir ríkið eða beitt sér opinberlega gegn þeim samningum sem gerðir voru um lyktir málsins. Auk þess hefur verið leitað til virts fræðimanns í Evrópurétti um að veita aðalmálflytjanda og málflutningsteyminu sérfræðilega aðstoð eftir því sem á þarf að halda.

Í teyminu eiga sæti:

  • Kristján Andri Stefánsson sendiherra, utanríkisráðuneytinu
  • Þóra M. Hjaltested skrifstofustjóri, efnahags- og viðskiptaráðuneytinu
  • Jóhannes Karl Sveinsson hrl.
  • Einar Karl Hallvarðsson hrl., ríkislögmaður
  • Kristín Haraldsdóttir forstöðumaður Auðlindaréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík, fv. aðstoðarmaður dómara við EFTA-dómstólinn
  • Reimar Pétursson hrl.

Tengiliður hópsins við forsætisráðuneytið er Páll Þórhallsson skrifstofustjóri og við fjármálaráðuneytið Hafdís Ólafsdóttir skrifstofustjóri.

Nauðsynlegt er að málflutningsteymið hafi aðgang að sérfræðingum á ýmsum sviðum og eftir því sem þörf krefur. Meðal annars hefur verið tryggður aðgangur að eftirtöldum aðilum sem þekkja til málavaxta og eru tilbúnir til verka með stuttum fyrirvara:

  • Dr. Miguel Poiares Maduro, prófessor við Flórens-háskóla, gestaprófessor við Yale-háskóla, fv. aðallögsögumaður við Evrópudómstólinn (advocate-general)
  • Stefán Már Stefánsson prófessor emeritus, fv. varadómari við EFTA-dómstólinn
  • Dóra Guðmundsdóttir fv. aðstoðarmaður dómara við EFTA-dómstólinn og fv. varadómari við EFTA-dómstólinn

Jafnframt hefur verið leitað til Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um að leggja til ýmsa útreikninga og tölfræðileg gögn og mun Sveinn Agnarsson forstöðumaður stofnunarinnar annast það fyrir hennar hönd.

Utanríkisráðuneytið mun hér eftir sem hingað til beita sér fyrir að samráð verði haft um framvindu málsins, þ. á m. við fulltrúa hreyfinga sem beittu sér gegn þeim samningum sem gerðir voru um lyktir málsins á fyrri stigum og nýta þekkingu þeirra og sambönd til stuðnings málsvörninni.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum