Hoppa yfir valmynd
1. október 2001 Utanríkisráðuneytið

Alþjóðabankinn kynnir útgáfu bókar á FAO-ráðstefnu

FRÉTTATILKYNNING

frá utanríkisráðuneytinu

________




Nr. 088


Eins og kunnugt er stendur nú yfir í Reykjavík alþjóðleg ráðstefna um ábyrgar fiskveiðar í vistkerfi sjávar á vegum Matvæla-og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) í boði íslenskra og norskra stjórnvalda.

Í tengslum við ráðstefnuna efnir Alþjóðabankinn, í samstarfi við FAO og utanríkisráðuneytið, til kynningar á bók um tvo alþjóðasamninga er varða sjálfbæra þróun fiskveiða á úthöfunum.

Nafn bókarinnar er "Legislating for Sustainable Fisheries - A Guide to Implementing the 1993 FAO Compliance Agreement and 1995 UN Fish Stocks Agreement". Þessir tveir alþjóðasamningar hafa ekki enn öðlast gildi þar sem þeir hafa ekki verið lögfestir af tilsettum fjölda ríkja.

Tilgangur bókarinnar er fyrst og fremst að kynna þróunarríkjum hvaða skyldur ríki taka á sig með þessum samningum og veita þeim jafnframt hagnýtar leiðbeiningar um hvernig skal innleiða þær í landslög. Mörg þróunarríki hafa ekki ráðist í þessa vinnu þar sem hún er talin tímafrek og flókin. Stundum er einnig skortur á nauðsynlegri sérfræðiþekkingu innan stjórnsýslu viðkomandi ríkja.

Höfundar bókarinnar eru David Freestone, yfirlögfræðingur á umhverfissviði lagadeildar Alþjóðabankans, Ellý K.J. Guðmundsdóttir, lögfræðingur á Austur-Evrópusviði lagadeildar Alþjóðabankans og William Edeson, lögfræðingur í lagadeild FAO. Upplýsingar um æviatriði viðkomandi höfunda eru meðfylgjandi til fróðleiks.

Útgáfa bókarinnar var að hluta til fjármögnuð af utanríkisráðuneytinu, en bókin er gefin út af Alþjóðabankanum.

Utanríkisráðuneytið boðar til blaðamannafundar á fundarstað ráðstefnunnar í anddyri Háskólabíós á morgun, þriðjudaginn 2. október kl. 13.00 þar sem höfundar bókarinnar munu kynna útgáfu hennar og svara fyrirspurnum.

Nánari upplýsingar um bókina eru meðfylgjandi.







Utanríkisráðuneytið
Reykjavík, 1. október 2001.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum