Hoppa yfir valmynd
12. október 2011 Utanríkisráðuneytið

Westerwelle ítrekar stuðning Þjóðverja við Ísland

OS-og-Westerwelle-okt-2011
OS-og-Westerwelle-okt-2011

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í gær fund með Guido Westerwelle utanríkisráðherra Þýskalands en fundurinn fór fram á Bókamessunni í Frankfurt þar sem Ísland er heiðursþjóð.
Á fundinum ræddu ráðherrarnir stöðu aðildarviðræðna Íslands og Evrópusambandsins þar sem utanríkisráðherra gerði grein fyrir áherslum Íslands og næstu skrefum í viðræðunum. Ráðherra þakkaði fyrir öflugan stuðning Þjóðverja í ferlinu hingað til og sagðist vonast til þess að allt helmingur þeirra samningskafla sem eftir væru yrðu opnaðir á þessu ári og hinn helmingurinn á fyrri helmingi næsta árs. Mikilvægt væri að komast sem fyrst í viðræður um sjávarútveg og landbúnað. Þá sagði utanríkisráðherra mikilvægt að vinna áfram vel í þeim kafla sem lýtur að málefnum evrunnar sem tengdist framtíðarfyrirkomulagi peningamála á Íslandi.  
Westerwelle lýsti ánægju sinni með góðan gang í viðræðunum og ítrekaði áframhaldandi afdráttarlausan stuðning Þýskalands við Ísland. Sagði hann þýsk stjórnvöld áfram vera tilbúin til að veita góð ráð og aðstoð. Ráðherrarnir ræddu stöðu evrunnar með hliðsjón af skuldavanda ákveðinna evruríkja og sagði Westerwelle Evrópusambandið einbeitt í að komast í gegnum yfirstandandi vanda. Hann lýsti hugmyndum sínum um áframhaldandi þróun samvinnu í Evrópu. Þá ræddu ráðherrarnir rannsóknir og vísindasamstarf á norðurslóðum og hvernig efla megi samstarf ríkjanna í þeim málaflokki.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum