Hoppa yfir valmynd
18. ágúst 2011 Utanríkisráðuneytið

Félagasamtök fá 12,5 milljónir króna til aðstoðar vegna hungursneyðar í Austur-Afríku

Utanríkisráðuneytið hefur falið fjórum  íslenskum félagasamtökum að verja 12,5  milljónum króna til alþjóðlegrar neyðar- og mannúðaraðstoðar vegna þurrka í Austur-Afríku. Þetta er hluti 18,5 milljóna króna framlags sem tilkynnt var um í júlí sl. vegna ástandsins í austanverðri Afríku.

SOS barnaþorpin fá 2 milljónir króna vegna hungursneyðar í Sómalíu, Eþíópíu og Kenýa Rauði kross Íslands fær 4,3  milljónir til að styrkja mannúðarstarf Alþjóðaráðs Rauða krossins í Sómalíu, Barnaheill fá sömuleiðis 3,5 milljónir króna til að ráðstafa til nauðstaddra í Sómalíu, Kenýa og Eþíópíu  og  Hjálparstarf kirkjunnar fær 2,7 milljónir króna til að styðja við bakið á fórnarlömbum þurrkanna í Eþíópíu. 

Ennfremur hefur ráðuneytið veitt 6 milljónum króna til Matvælahjálpar Sameinuðu þjóðanna, WFP, vegna hungursneyðarinnar í Austur-Afríku.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum