Hoppa yfir valmynd
19. maí 2011 Utanríkisráðuneytið

Afhenti Noregskonungi trúnaðarbréf

Gunnar Pálsson afhenti í dag Haraldi V Noregskonungi trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Noregi. Við afhendingarathöfnina sagði Noregskonungur að samband ríkjanna hefði verið náið frá fornu fari og að margir Norðmenn litu á Ísland sem vöggu hins sameiginlega menningararfs ríkjanna. Hann sagði samskipti rikjanna almennt með miklum ágætum og sagði sérstaklega mikilvægt að áframhaldandi rækt yrði lögð við menningarsamstarfið.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum