Hoppa yfir valmynd
13. maí 2011 Utanríkisráðuneytið

Afhenti aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna trúnaðarbréf

472972---Credentials---13_05_2011---12.09.09
472972---Credentials---13_05_2011---12.09.09

Gréta Gunnarsdóttir afhenti í morgun Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, trúnaðarbréf sitt sem fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) í New York. Hún ræddi stuttlega við aðalframkvæmdastjórann að athöfninni lokinni, að viðstöddum Lynn Pascoe, yfirmanni pólitískra mála hjá SÞ og Jóni Erlingi Jónassyni, varafastafulltrúa Íslands. 

Aðalframkvæmdastjóri ræddi stöðu jafnréttismála hjá SÞ, sérstaklega kynjahlutfall meðal fastafulltrúa og háttsettra embættismanna stofnunarinnar sem hann hefur lagt áherslu á að bæta.  Hann gerði einnig loftslagsbreytingar og sjálfbæra þróun að umtalsefni.  Fastafulltrúi upplýsti um áherslu íslenskra stjórnvalda á sjálfbæra þróun, ekki síst endurnýjanlega orkugjafa og þau tækifæri sem fælust í jarðhita.  Hún ræddi einnig mikilvægi mannréttinda og jafnréttismála í störfum SÞ og sagði íslensk stjórnvöld hafa miklar væntingar til hinnar nýju jafnréttisstofnunar UN Women.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum