Hoppa yfir valmynd
14. desember 2010 Utanríkisráðuneytið

Kristín A. Árnadóttir afhendir trúnaðarbréf í Víetnam

KAA-afhending-Vietnam2
KAA-afhending-Vietnam2

Kristín A. Árnadóttir, sendiherra Íslands, afhenti hr. Nguyen Minh Triet forseta Vietnam trúnaðarbréf  sitt sem sendiherra þann 9. desember í Hanoi. Að athöfn lokinni var rætt um hagsmunamál ríkjanna, m.a. fríverslunarviðræður á milli Víetnam og EFTA-ríkjanna sem nú eru á undirbúningsstigi og vaxandi viðskipti Íslands og Víetnams. Forseti Víetnams notaði tækifærið til að koma á framfæri þakklæti til Íslendinga fyrir stuðning og hlýhug á erfiðum tímum í sögu Víetnam og móttöku víetnamskra flóttamanna fyrir tveimur áratugum.

Sendiherra átti jafnframt fundi með dr. Nguyen Thanh Son aðstoðarutanríkisráðherra Víetnam, dr. Le Danh Vinh aðstoðarráðherra iðnaðar- og viðskiptamála og dr. Nguyen Thi Xuan Thu aðstoðarráðherra landbúnaðar- og sjávarútvegsmála.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum