Hoppa yfir valmynd
9. nóvember 2010 Utanríkisráðuneytið

Kynnti þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna

Í mannauðnum felst hinn raunverulegi auður þjóða og í þróun felst fyrst og fremst sjálfbærni, jöfnuði og valdeflingu en ekki aðeins hagvexti. Þetta eru meginskilaboðin í þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna sem er gefin út árlega af Þróunarstofnun SÞ, UNDP. Árið 2010 eru 20 ár liðin frá því að skýrslan var fyrst gefin út og af því tilefni efndu Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Utanríkisráðuneytið og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands til málþings í Norræna húsinu í gær, mánudag. Sérstakur gestur á málþinginu var Eva Jespersen, aðstoðarframkvæmdastjóri þróunarskýrslusviðs SÞ, sem kynnti helstu niðurstöður skýrslunnar og nýja mælikvarða og mælingar sem þar er að finna.

Í skýrslunni er samantekt um 132 lönd yfir 40 ára tímabil (1970-2010) og er greinilegt að almennar framfarir hafa orðið, einkum á sviði menntunar og heilbrigðismála. Framfarir í menntun hafa leitt til þess að nú er lífskjaravísitalan ekki lengur reiknuð út frá læsi og grunnskólaskráningum, heldur meðaltali skólaára og líkum á fjölda skólaára. Nýjungar í skýrslunni í ár eru svo þrír nýjir mælikvarðar fyrir utan hinn hefðbundna lífskjaralista. Það er vísitala um lífskjör miðað við jöfnuð í samfélaginu, miðað við jafnrétti kynjanna og miðað við almenna fátækt. Skýrsluna er að finna hér:

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum