Hoppa yfir valmynd
20. október 2010 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðuneytið birtir fundaáætlun vegna rýnivinnu

Utanríkisráðuneytið hefur birt tímaáætlun fyrir rýnivinnu komandi vetrar á heimasíðu sinni, en hún mun hefjast um miðjan nóvember og ljúka í júní á næsta ári.  Rýnivinnan er tæknileg vinna, þar sem sérfræðingar framkvæmdastjórnar ESB og íslenskir sérfræðingar fara yfir löggjöf beggja aðila í öllum 35 köflum samningsferlisins til að greina hvar ber í milli.  Í flestum köflum verða tveir rýnifundur, á þeim fyrri kynnir framkvæmdastjórnin löggjöf ESB og á þeim síðari kynnir Ísland sína löggjöf. Í einstaka köflum sem falla undir EES-samninginn, þar sem regluverkið hefur að öllu leyti verið tekið upp af Íslands hálfu, verður aðeins um einn fund að ræða.  Gert er ráð fyrir að af Íslands hálfu fari formenn viðkomandi samningahópa á fundina ásamt þeim sérfræðingum sem þörf krefur hverju sinni.

Sjá tímaáætlun vegna rýnivinnu (pdf)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum